Mariam fékk sturtu í miðju viðtali: Ólýsanleg tilfinning Mariam Eradze átti góðan leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik með sigri á ÍBV í Eyjum í gær. Hún fékk sturtu frá liðsfélögum sínum í viðtali eftir leik. Handbolti 21. maí 2023 11:00
Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 20. maí 2023 17:58
Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. Handbolti 20. maí 2023 17:40
Íslandsmeistarinn vonar að það sé ekki vont í sjóinn Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals var að vonum ánægð eftir að Valskonur tryggðu sér titilinn með því að sópa ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. Handbolti 20. maí 2023 17:32
„Get ekki beðið um meira frá þessum valkyrjum“ Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta var að vonum svekktur með að sitt lið hafi lotið í lægra haldi gegn Val í úrslitum Olís deildar kvenna í dag. Hann er þó einnig stoltur af sínum stelpum og býst við því að stýra liði ÍBV á næsta tímabili. Handbolti 20. maí 2023 17:20
Valskonur tryggðu sér titilinn í Eyjum Kvennalið Vals í handbolta varð í dag Íslandsmeistari eftir sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar. Valur vann einvígið gegn ÍBV 3-0 en lokatölur í leik dagsins í Vestmannaeyjum urðu 23-25.Nánari umfjöllun um leik dagsins sem og viðtöl birtast hér á Vísi innan skamms. Handbolti 20. maí 2023 14:46
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. Handbolti 16. maí 2023 21:08
„Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex“ ÍBV er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Liðið tapaði í kvöld með þremur mörkum í leik sem náði aldrei að verða verulega spennandi. Lokatölur 25-22. Handbolti 16. maí 2023 20:26
„Hún er jafnmikilvæg fyrir þær svo þetta er engin afsökun“ Búast má við því að Eyjakonur mæti „dýrvitlausar“ á Hlíðarenda í kvöld, í leik tvö í einvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, að sögn Sigurðar Bragasonar þjálfara ÍBV. Bæði lið sakna frábærrar, örvhentrar skyttu í einvíginu. Handbolti 16. maí 2023 13:01
Steinunn á von á öðru barni Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði fráfarandi Íslandsmeistara Fram í handbolta, á von á sínu öðru barni en hún tilkynnti um þetta á Instagram í dag. Handbolti 16. maí 2023 10:34
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 23-30 | Valskonur taka forystuna Valur vann gríðarlega mikilvægan sjö marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 23-30. Handbolti 12. maí 2023 22:26
Sagan ekki með Eyjakonum: Sjaldgæft að vinna sama lið í báðum úrslitum Úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í Olís deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins úti í Vestmannaeyjum. Handbolti 12. maí 2023 13:01
„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. Handbolti 12. maí 2023 08:00
Haukar fá sigursælan Stefán til starfa með Díönu Stefán Arnarson, sigursælasti þjálfari úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessari öld, verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka á næstunni. Hann mun væntanlega stýra liðinu með Díönu Guðjónsdóttur, sem verið hefur aðalþjálfari síðustu tvo mánuði með farsælum hætti. Handbolti 11. maí 2023 15:27
„Ég átti ekki von á þessu svona“ Sigurður Bragason er búinn að koma Eyjakonum í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna og einu skrefi nær því að vinna þrennuna á þessu tímabili. Handbolti 11. maí 2023 10:30
ÍR vann og Selfoss spilar í næstefstu deild á næstu leiktíð Selfoss og ÍR mættust í oddaleik um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Fór það svo að ÍR vann leik kvöldsins með þriggja marka mun, 30-27, og spilar í efstu deild á næstu leiktíð. Handbolti 10. maí 2023 21:46
Samningslaus Díana: „Ég er sultuslök“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist sultuslök og stolt af sínu liði er hún ræddi við Seinni bylgjuna eftir að ljóst var að Haukar væru dottnir úr leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið komst nokkuð óvænt alla leið í undanúrslit. Handbolti 10. maí 2023 20:01
ÍBV getur komist í úrslitaeinvígi tvö kvöld í röð Eyjakonur tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í gærkvöldi og Eyjakarlarnir geta leikið það eftir í kvöld. Handbolti 10. maí 2023 13:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-23 | Eyjakonur í úrslit eftir sigur í framlengdum oddaleik ÍBV er á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna eftir nauman fjögurra marka sigur gegn Haukum í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur 27-23 eftir framlengdan leik, en ÍBV mætir Val í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 9. maí 2023 21:16
Geta bæði endað átján ára bið í hreinum úrslitaleik í Eyjum ÍBV og Haukar spila í dag úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta og fer leikurinn fram úti í Vestmannaeyjum. Handbolti 9. maí 2023 16:30
Hrifist mjög af liðinu sem hann ætlar að slá út í kvöld: „Stórt hrós á Díönu“ „Þetta er bara úrslitaleikur. Fyrir annað liðið þá er ekkert á morgun. Það er allt undir og mikil spenna í okkur,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fyrir oddaleikinn í kynngimögnuðu einvígi liðsins við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Handbolti 9. maí 2023 13:01
Hildur Lilja til liðs við nýliða Aftureldingar Hildur Lilja Jónsdóttir hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Aftureldingar en liðið mun spila í Olís deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindi Afturelding á samfélagsmiðlum sínum. Handbolti 8. maí 2023 17:00
Selfoss knúði fram oddaleik Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag. Handbolti 7. maí 2023 20:40
„Handboltinn á þessu stigi er ótrúlega skemmtilegur“ Sara Sif Helgadóttir var hin kátasta eftir leik Stjörnunnar og Vals enda varði hún átján skot (49 prósent) í sjö marka sigri Valskvenna, 20-27, sem eru komnar í úrslit Olís-deildarinnar. Handbolti 6. maí 2023 19:26
Hanna eftir lokaleikinn á einstökum ferli: „Ég geng sátt frá borði“ Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék í dag sinn síðasta leik á löngum og glæsilegum ferli sem hófst um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Stjarnan tapaði þá fyrir Val, 20-27, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Handbolti 6. maí 2023 19:17
Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Valur 20-27 | Valskonur í úrslit í fimmta sinn í röð Valur er kominn í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta í fimmta sinn í röð eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld, 20-27. Valskonur unnu einvígið, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Valur mætir annað hvort ÍBV eða Haukum í úrslitum. Handbolti 6. maí 2023 19:00
Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri „Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik. Handbolti 6. maí 2023 17:12
Umfjöllun og viðtal: Haukar - ÍBV 29-26 | Haukakonur knúðu fram oddaleik í Eyjum Haukar höfðu betur í framlengingu gegn ÍBV í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og unnu að lokum 29-26. Handbolti 6. maí 2023 17:00
Ræddu illviðráðanlegt vandamál Garðbæinga: „Ég bara skil þetta ekki“ Það hefur verið viðloðandi leik kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta nú í langan tíma að liðið byrjar leiki sína afar illa. Það hefur gengið erfiðlega fyrir þjálfarateymi liðsins að finna lausnir á þessu vandamáli sem var til umræðu í nýjasta þætti Kvennakastsins. Handbolti 6. maí 2023 11:01
Felist tækifæri í brekkunni sem Stjarnan gæti átt fram undan Í vikunni var greint frá því að vænta mætti töluverðra breytinga á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili. Aðalstyrktaraðili deildarinnar, TM, hverfur á braut og ljóst að félagið mun þurfa að sníða sér stakk eftir vexti. Handbolti 5. maí 2023 19:00