„Ég táraðist smá“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:18 Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var í skýjunum eftir leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum. „Við settum í fimmta gír og mér fannst við vera í fjórða gír til að byrja með. Við þurftum að sýna góða frammistöðu í verki og gerðum það,“ sagði Hafdís í samtali við Vísi og hélt áfram. „Ágúst [Jóhannsson] var rólegur inni í klefa í hálfleik og sagði að við myndum gera þetta af yfirvegun og við fengum góða vörn, markvörslu og flottan sóknarleik. Við erum með frábært lið.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust 11-14 yfir en þá svaraði Valur með 10-2 áhlaupi og kláraði leikinn. Hafdís var nánast hissa hvað þetta var góður kafli hjá liðinu. „Vó 10-2. Ég veit það ekki. Við stóðum góða vörn og ég varði eitthvað á þessum kafla. En þetta var sætur sigur og ég trúi því ekki að við höfum tekið úrslitakeppnina 6-0 sem er áhugavert.“ Hafdís var frábær allt tímabilið og var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þau verðlaun. „Ég táraðist smá. Mig langaði svo ógeðslega mikið að vinna og þetta var pínu spennufall ef ég á að segja alveg eins og er.“ Tímabilið hjá Val fer í sögubækurnar þar sem liðið vann alla titla sem í boði voru á Íslandi og tapaði aðeins einum leik af þrjátíu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég ennþá um þetta tap þó ég eigi ekki að gera það. Ég er virkilega stolt af stelpunum og við stigum varla feilspor. Við vorum virkilega einbeittar, yfirvegaðar og gerðum þetta af fagmennsku,“ sagði Hafdís að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
„Við settum í fimmta gír og mér fannst við vera í fjórða gír til að byrja með. Við þurftum að sýna góða frammistöðu í verki og gerðum það,“ sagði Hafdís í samtali við Vísi og hélt áfram. „Ágúst [Jóhannsson] var rólegur inni í klefa í hálfleik og sagði að við myndum gera þetta af yfirvegun og við fengum góða vörn, markvörslu og flottan sóknarleik. Við erum með frábært lið.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust 11-14 yfir en þá svaraði Valur með 10-2 áhlaupi og kláraði leikinn. Hafdís var nánast hissa hvað þetta var góður kafli hjá liðinu. „Vó 10-2. Ég veit það ekki. Við stóðum góða vörn og ég varði eitthvað á þessum kafla. En þetta var sætur sigur og ég trúi því ekki að við höfum tekið úrslitakeppnina 6-0 sem er áhugavert.“ Hafdís var frábær allt tímabilið og var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þau verðlaun. „Ég táraðist smá. Mig langaði svo ógeðslega mikið að vinna og þetta var pínu spennufall ef ég á að segja alveg eins og er.“ Tímabilið hjá Val fer í sögubækurnar þar sem liðið vann alla titla sem í boði voru á Íslandi og tapaði aðeins einum leik af þrjátíu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég ennþá um þetta tap þó ég eigi ekki að gera það. Ég er virkilega stolt af stelpunum og við stigum varla feilspor. Við vorum virkilega einbeittar, yfirvegaðar og gerðum þetta af fagmennsku,“ sagði Hafdís að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira