Greint var frá því í gær að búist væri við því að Rakel og Arnar yrðu að öllum líkindum næsta þjálfarateymi kvennaliðs Fram.
Nú hefur félagið staðfest að Rakel muni taka við sem þjálfari liðsins og að landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson verði henni til aðstoðar.
„Stjórn handknattleiksdeildar Fram lýsir yfir mikilli ánægju með það að fá svo öflugt teymi við þjálfun kvennaliðs félagsins,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Fram.
„Það er til marks um þann metnað sem Fram leggur í uppbyggingu og þróun handboltaliða félagsins, þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins eru í fremstu röð.“