„Við erum alveg róleg“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2024 20:16 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals Vísir/Pawel Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30. „Við spiluðum mun betur í dag. Varnarleikurinn var miklu betri. Náðum að leysa ákveðnar stöður hjá þeim mun betur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, beint eftir leik. Valur spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og fékk liðið aðeins sex mörk á sig. Liðið skoraði þó aðeins tíu mörk. Aðspurður út í þennan mun varnar- og sóknarlega hafði Ágúst þetta að segja. „Mér fannst við eiga vera meira yfir í hálfleik. Margrét var að verja gríðarlega vel, mikið af opnum færum, þannig að það hafði ekki verið neitt óvænt ef við hefðum verið sex til sjö mörkum yfir í hálfleik. Vörnin var mjög góð hjá okkur, náðum að keyra á þær en fórum illa með færi. Svo náðum við bara góðum tökum á leiknum. Heilt yfir spiluðum við bara góðan leik.“ Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik þá voru 36 mörk skoruð í þeim seinni. Hver var ástæðan fyrir því að mati Ágústs? „Bæði lið voru farin að skipta mikið inn á, en við héldum bara áfram af fullum krafti. Þær breyttu í 5-1 vörn og við leystum það bara fínt. Ég held að þetta var bara sanngjarn sigur og við náðum að setja saman góðan leik og það var bara gott.“ Næsti leikur er eftir þrjá daga þar sem Íslandsmeistaratitilinn getur farið á loft, ef Valur vinnur þann leik. „Nú kemur þriggja daga pása. Við þurfum að hvíla okkur og æfa vel og skoða þennan leik og bara undirbúa okkur bara áfram vel. Þetta er alltaf eins, það þarf að vinna þrjá leiki og klárlega er gott að vera komin í 2-0. En við erum bara með báða fætur á jörðinni og nálgumst þetta af sömu fagmennsku og við höfum gert og erum með fókusinn á okkur og að ná í góða frammistöðu. Ef við gerum það þá getum við klárað þetta, en það getur allt gerst. Við erum alveg róleg,“ sagði Ágúst að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Við spiluðum mun betur í dag. Varnarleikurinn var miklu betri. Náðum að leysa ákveðnar stöður hjá þeim mun betur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, beint eftir leik. Valur spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og fékk liðið aðeins sex mörk á sig. Liðið skoraði þó aðeins tíu mörk. Aðspurður út í þennan mun varnar- og sóknarlega hafði Ágúst þetta að segja. „Mér fannst við eiga vera meira yfir í hálfleik. Margrét var að verja gríðarlega vel, mikið af opnum færum, þannig að það hafði ekki verið neitt óvænt ef við hefðum verið sex til sjö mörkum yfir í hálfleik. Vörnin var mjög góð hjá okkur, náðum að keyra á þær en fórum illa með færi. Svo náðum við bara góðum tökum á leiknum. Heilt yfir spiluðum við bara góðan leik.“ Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik þá voru 36 mörk skoruð í þeim seinni. Hver var ástæðan fyrir því að mati Ágústs? „Bæði lið voru farin að skipta mikið inn á, en við héldum bara áfram af fullum krafti. Þær breyttu í 5-1 vörn og við leystum það bara fínt. Ég held að þetta var bara sanngjarn sigur og við náðum að setja saman góðan leik og það var bara gott.“ Næsti leikur er eftir þrjá daga þar sem Íslandsmeistaratitilinn getur farið á loft, ef Valur vinnur þann leik. „Nú kemur þriggja daga pása. Við þurfum að hvíla okkur og æfa vel og skoða þennan leik og bara undirbúa okkur bara áfram vel. Þetta er alltaf eins, það þarf að vinna þrjá leiki og klárlega er gott að vera komin í 2-0. En við erum bara með báða fætur á jörðinni og nálgumst þetta af sömu fagmennsku og við höfum gert og erum með fókusinn á okkur og að ná í góða frammistöðu. Ef við gerum það þá getum við klárað þetta, en það getur allt gerst. Við erum alveg róleg,“ sagði Ágúst að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira