„Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:02 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25. Valur vann einvígið 3-0 og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var hæst ánægður með tímabilið. „Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
„Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira