Ásgeir Örn tekur við Haukum Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild karla til 2025. Hann tekur við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni. Handbolti 9. nóvember 2022 11:51
„Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta“ Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason eru undrandi á meðferðinni sem Tryggvi Garðar Jónsson fær hjá Val. Handbolti 9. nóvember 2022 10:31
Ásgeir Örn líklegastur til að taka við Haukum Rúnar Sigtryggsson sem þjálfað hefur Hauka í Olís-deild karla í handbolta er hættur og hefur samið við Leipzig sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson þykir líklegasti arftaki Rúnars hjá Hafnarfjarðarliðinu. Handbolti 8. nóvember 2022 19:30
Rúnar óvænt tekinn við Leipzig Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er hættur hjá Haukum og tekinn við þýska liðinu Leipzig. Handbolti 8. nóvember 2022 15:36
Fyrrverandi leikmaður Anorthosis hissa á því að þeir hafi rústað Haukum Fyrrverandi leikmaður Anorthosis á Kýpur var undrandi á því hversu auðveldlega liðið vann Hauka í Evrópubikarnum í handbolta karla. Haukar féllu úr leik fyrir Anorthosis eftir tólf marka samanlagt tap, 62-50. Handbolti 8. nóvember 2022 15:01
Stubbarnir í Kaplakrika Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika. Handbolti 8. nóvember 2022 12:01
„Eru að hugsa um sjálfa sig eða einhverja tölfræði eða blablablablabla“ Arnar Daði Arnarsson hélt mikla eldræðu um lið Stjörnunnar í Seinni bylgjunni í gær. Stjörnumenn unnu ÍR-inga, 33-28, á sunnudagskvöldið. Sigurinn var þó tæpari en í stefndi í hálfleik. Handbolti 8. nóvember 2022 11:01
Snorri Steinn: Vantar ekki dagana hjá okkur til þess að létta á álaginu Valur vann í kvöld fimm marka sannfærandi sigur á Selfyssingum. Lokatölur 38-33 í Origo höllinni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Handbolti 7. nóvember 2022 23:00
Umfjöllun: Valur - Selfoss 38-33 | Fagmannleg frammistaða hjá meisturunum Valur mætti Selfyssingum að Hlíðarenda í kvöld í 8. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með þægilegum sigri heimamanna í Val. Lokatölur 38-33 í leik sem Valur leiddi frá upphafi til enda. Handbolti 7. nóvember 2022 21:00
„Það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan var ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10 en misstu forskotið niður í seinni hálfleik. Leikurinn endaði með fimm marka sigri Stjörnunnar 33-28. Handbolti 6. nóvember 2022 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. Handbolti 6. nóvember 2022 21:15
Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu. Handbolti 6. nóvember 2022 19:41
Jónatan: Getum ekki notað álagið sem afsökun Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í dag. Hann segir að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í leiknum. Handbolti 6. nóvember 2022 19:10
Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið FH lyfti sér upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar í handknattleik eftir fimm marka sigur á Herði frá Ísafirði í dag. Lokatölur 36-31 en sigurinn er sá fjórði í röð hjá FH-ingum. Handbolti 6. nóvember 2022 18:40
Umfjöllun og viðtal: Afturelding-KA 34-29 | Fimmti sigur Aftureldingar í röð Afturelding vann sinn fimmta sigur í röð í Olís-deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu KA á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í kvöld. Með sigrinum jafna Mosfellingar Framara að stigum í öðru sæti deildarinnar. Handbolti 6. nóvember 2022 18:30
Kross 7. umferðar: Lukku Luka og hafnfirsk hryllingsmynd á Hrekkjavöku Sjöunda umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í vikunni. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 4. nóvember 2022 11:01
Jafnt hjá KA og Stjörnunni fyrir norðan KA og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld. Stjarnan náði mest sjö marka forystu í leiknum en KA átti frábæra endurkomu og var nálægt því að tryggja sér stigin tvö undir lokin. Handbolti 3. nóvember 2022 19:52
Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka. Handbolti 2. nóvember 2022 18:45
Sendi leikmönnum Harðar sérstök skilaboð í síðasta Seinni bylgju þætti Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, hafði áhyggjur af Harðarmönnum og að leikmenn liðsins skildu ekki ráðleggingarnar frá Seinni bylgju mönnum. Handbolti 2. nóvember 2022 12:31
Jóhann Gunnar valdi verstu dómaratuðara Olís-deildarinnar Hvaða þjálfarar eru duglegastir að tuða í dómurum Olís-deildar karla? Jóhann Gunnar Einarsson reyndi að svara því í Seinni bylgjunni og valdi fimm mestu dómaratuðara deildarinnar. Handbolti 1. nóvember 2022 12:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 31. október 2022 22:00
„Allar útskýringar hljóma eins og afsakanir eftir svona frammistöðu“ Haukar töpuðu gegn Fram á heimavelli 32-34. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með fyrri hálfleik liðsins þar sem Haukar voru tíu mörkum undir í hálfleik. Handbolti 31. október 2022 21:45
„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“ „Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. Handbolti 30. október 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Selfoss 26-35 | Selfyssingar stöðvuðu sigurgöngu ÍR í Skógarselinu ÍR-ingar sem hafa verið taplausir á heimavelli síðan þeir flutt í nýtt hús, tóku á móti Selfossi í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Selfyssingum tókst að binda endi á það í kvöld er þeir unnu níu marka sigur á ÍR. Lokatölur 26-35. Handbolti 30. október 2022 21:00
Umfjöllun: Hörður - Afturelding 29-36 | Fjórði sigur Aftureldingar í röð Afturelding fór á Ísafjörð og vann sjö marka sigur á Herði 29-36. Afturelding var yfir allan leikinn. Heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk þegar sjö mínútur voru eftir en gestirnir svöruðu því og fögnuðu á endanum sjö marka sigri. Handbolti 30. október 2022 17:35
Umfjöllun: ÍBV - FH 28-29 | FH-ingar fyrstir til að fara með stig úr Eyjum FH vann sinn fyrsta leik í Vestmannaeyjum síðan 2018 þegar liðið lagði ÍBV að velli, 28-29, í 7. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar urðu þar með fyrsta liðið á tímabilinu til að fara með stig úr Eyjum. Handbolti 30. október 2022 15:20
Kross 6. umferðar: Svarthvítur Hafnarfjörður og Essin þrjú á Selfossi Sjötta umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 25. október 2022 10:01
FH-ingar hættir að jaskast á Agli Egill Magnússon, leikmaður FH, spilaði meiddur í upphafi tímabilsins og á endanum ákváð þjálfarateymi liðsins að segja stopp. Handbolti 24. október 2022 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Hörður 28-25 | Stjarnan aftur á sigurbraut Stjarnan vann sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Herði frá Ísafirði í Olís-deild karla í handbolta í dag, 28-25. Stjörnumenn höfðu ekki unnið deildarleik frá því í fyrstu umferð og var sigurinn því langþráður. Handbolti 22. október 2022 18:34
Hannes fær Sigtrygg lánaðan: „Held við séum allir að græða“ Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til Alpha Hard í Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við Vísi eftir tapið fyrir Aftureldingu, 31-26, í dag. Handbolti 22. október 2022 18:30