Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Andri Már Eggertsson skrifar 1. apríl 2023 20:20 Björgvin Páll Gústavsson var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. „Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira
„Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira