Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 19:07 Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. Kristján var í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði það sem hann sagði frá því að hann væri að glíma við kulnun í starfi. Í kjölfarið sagði hann frá því að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta, en Kristján er leikmaður franska liðsins PAUC. Björgvin Páll var þessi umræddi leikmaður Vals sem sendi skilaboðin. Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Kristján hafi birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu. Þar segir Björgvin meðal annars að viðtalið sem Kristján fór í hafi verið til skammar og að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun sé vanvirðing við alla þá sem hafi lent í slíku. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál“ Björgvin birti svo sjálfur færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar birtingar Kristjáns og segir að liðsfélagi sinn hjá landsliðinu hafi aðeins birt hluta þess sem þeirra fór á milli. Hann segir að persónulegir hlutir sem þessir, sem hann hafi talið að væru á milli liðsfélaga, ættu ekki að vera leystir í fjölmiðlum og að hann voni að nú séu fjölmiðlar landsins búnir að setja punkt aftan við málið. „Fyrst að Kristján Örn fór þá leið að birta einungis hluta af okkar spjalli á Facebook síðu sinni þá kemur hér það sem uppá vantaði...“ ritar Björgvin á Facebook. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál. Svona persónulegir hlutir, sem ég taldi að væri milli liðsfélaga, eru fyrir mér ekki leystir í fjölmiðlum,“ segir Björgvin og birtir svo nokkur skjáskot þar sem hann sýnir samskipti sín við Kristján. Viðurkennir að hafa orðað hlutina of harkalega Björgvin birtir myndir af samskiptum þeirra félaga með færslunni máli sínu til stuðnings og þar má sjá hvatningarorð frá landsliðsmarkverðinum til Kristjáns eftir að Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum. Björgvin sýnir þó einnig skilaboð þar sem hann biðst afsökunar á skilaboðunum sem hann sendi sem fjallað var um hér á Vísi fyrr í dag. „Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ segir Björgvin í skilaboðum til Kristjáns. „Andleg málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á mjög misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Franski boltinn Tengdar fréttir Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Kristján var í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði það sem hann sagði frá því að hann væri að glíma við kulnun í starfi. Í kjölfarið sagði hann frá því að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta, en Kristján er leikmaður franska liðsins PAUC. Björgvin Páll var þessi umræddi leikmaður Vals sem sendi skilaboðin. Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Kristján hafi birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu. Þar segir Björgvin meðal annars að viðtalið sem Kristján fór í hafi verið til skammar og að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun sé vanvirðing við alla þá sem hafi lent í slíku. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál“ Björgvin birti svo sjálfur færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar birtingar Kristjáns og segir að liðsfélagi sinn hjá landsliðinu hafi aðeins birt hluta þess sem þeirra fór á milli. Hann segir að persónulegir hlutir sem þessir, sem hann hafi talið að væru á milli liðsfélaga, ættu ekki að vera leystir í fjölmiðlum og að hann voni að nú séu fjölmiðlar landsins búnir að setja punkt aftan við málið. „Fyrst að Kristján Örn fór þá leið að birta einungis hluta af okkar spjalli á Facebook síðu sinni þá kemur hér það sem uppá vantaði...“ ritar Björgvin á Facebook. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál. Svona persónulegir hlutir, sem ég taldi að væri milli liðsfélaga, eru fyrir mér ekki leystir í fjölmiðlum,“ segir Björgvin og birtir svo nokkur skjáskot þar sem hann sýnir samskipti sín við Kristján. Viðurkennir að hafa orðað hlutina of harkalega Björgvin birtir myndir af samskiptum þeirra félaga með færslunni máli sínu til stuðnings og þar má sjá hvatningarorð frá landsliðsmarkverðinum til Kristjáns eftir að Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum. Björgvin sýnir þó einnig skilaboð þar sem hann biðst afsökunar á skilaboðunum sem hann sendi sem fjallað var um hér á Vísi fyrr í dag. „Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ segir Björgvin í skilaboðum til Kristjáns. „Andleg málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á mjög misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Franski boltinn Tengdar fréttir Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00