Sjáðu ótrúlegu lokin sem Ásgeir sagði algjört fíaskó Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2023 12:30 Gróttumenn geta enn komist í úrslitakeppnina eftir hádramatískan sigur gegn Haukum í gærkvöld. vísir/Diego „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá,“ sagði afar óánægður Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir ótrúlegar lokasekúndur í hinum mikilvæga leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deildinni í handbolta í gær. Haukar töldu sig hafa skorað sigurmark leiksins þegar örfáar sekúndur voru eftir en í staðinn endaði Grótta á að vinna leikinn, 28-27. Haukar voru með boltann og tóku miðju þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan 27-27. Grótta kom framarlega með sitt lið í von um að stela boltanum og skora sigurmark, því liðið þurfti nauðsynlega sigur í von um að nálgast Hauka og komast í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Eftir sigurinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson og virtist hafa komið Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Gróttumenn höguðu sér eins og að mark hefði verið skorað og tóku miðju, en voru þá í raun búnir að hefja sókn fram sem endaði með því að Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmark á síðustu sekúndu. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu hljóta að fara í sögubækurnar! Haukar halda að þeir séu að fara vinna leikinn en 4 sekúndum seinna tapa þeir leiknum. Innri dómarinn dæmir línu en flautar samt miðjuna á. Ásgeir Örn: "Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá." pic.twitter.com/deDv3A30LF— Arnar Daði (@arnardadi) March 23, 2023 Eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var skiljanlega virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik. Olís-deild karla Haukar Grótta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03 Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Haukar töldu sig hafa skorað sigurmark leiksins þegar örfáar sekúndur voru eftir en í staðinn endaði Grótta á að vinna leikinn, 28-27. Haukar voru með boltann og tóku miðju þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan 27-27. Grótta kom framarlega með sitt lið í von um að stela boltanum og skora sigurmark, því liðið þurfti nauðsynlega sigur í von um að nálgast Hauka og komast í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Eftir sigurinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson og virtist hafa komið Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Gróttumenn höguðu sér eins og að mark hefði verið skorað og tóku miðju, en voru þá í raun búnir að hefja sókn fram sem endaði með því að Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmark á síðustu sekúndu. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu hljóta að fara í sögubækurnar! Haukar halda að þeir séu að fara vinna leikinn en 4 sekúndum seinna tapa þeir leiknum. Innri dómarinn dæmir línu en flautar samt miðjuna á. Ásgeir Örn: "Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá." pic.twitter.com/deDv3A30LF— Arnar Daði (@arnardadi) March 23, 2023 Eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var skiljanlega virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik.
Olís-deild karla Haukar Grótta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03 Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03
Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05