Sjáðu ótrúlegu lokin sem Ásgeir sagði algjört fíaskó Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2023 12:30 Gróttumenn geta enn komist í úrslitakeppnina eftir hádramatískan sigur gegn Haukum í gærkvöld. vísir/Diego „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá,“ sagði afar óánægður Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir ótrúlegar lokasekúndur í hinum mikilvæga leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deildinni í handbolta í gær. Haukar töldu sig hafa skorað sigurmark leiksins þegar örfáar sekúndur voru eftir en í staðinn endaði Grótta á að vinna leikinn, 28-27. Haukar voru með boltann og tóku miðju þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan 27-27. Grótta kom framarlega með sitt lið í von um að stela boltanum og skora sigurmark, því liðið þurfti nauðsynlega sigur í von um að nálgast Hauka og komast í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Eftir sigurinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson og virtist hafa komið Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Gróttumenn höguðu sér eins og að mark hefði verið skorað og tóku miðju, en voru þá í raun búnir að hefja sókn fram sem endaði með því að Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmark á síðustu sekúndu. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu hljóta að fara í sögubækurnar! Haukar halda að þeir séu að fara vinna leikinn en 4 sekúndum seinna tapa þeir leiknum. Innri dómarinn dæmir línu en flautar samt miðjuna á. Ásgeir Örn: "Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá." pic.twitter.com/deDv3A30LF— Arnar Daði (@arnardadi) March 23, 2023 Eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var skiljanlega virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik. Olís-deild karla Haukar Grótta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03 Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Haukar töldu sig hafa skorað sigurmark leiksins þegar örfáar sekúndur voru eftir en í staðinn endaði Grótta á að vinna leikinn, 28-27. Haukar voru með boltann og tóku miðju þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan 27-27. Grótta kom framarlega með sitt lið í von um að stela boltanum og skora sigurmark, því liðið þurfti nauðsynlega sigur í von um að nálgast Hauka og komast í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Eftir sigurinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Í lokasókn Hauka skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson og virtist hafa komið Haukum yfir. Dómararnir voru ekki sammála og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðju. Gróttumenn höguðu sér eins og að mark hefði verið skorað og tóku miðju, en voru þá í raun búnir að hefja sókn fram sem endaði með því að Birgir Steinn Jónsson skoraði sigurmark á síðustu sekúndu. Þetta má sjá á myndbandinu hér að neðan. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu hljóta að fara í sögubækurnar! Haukar halda að þeir séu að fara vinna leikinn en 4 sekúndum seinna tapa þeir leiknum. Innri dómarinn dæmir línu en flautar samt miðjuna á. Ásgeir Örn: "Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá." pic.twitter.com/deDv3A30LF— Arnar Daði (@arnardadi) March 23, 2023 Eftir fund við dómaraborðið var komist að þeirri niðurstöðu að mark Gróttu skyldi standa en mark Hauka dæmt af. Ásgeir var skiljanlega virkilega ósáttur með niðurstöðuna. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik.
Olís-deild karla Haukar Grótta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03 Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið. 23. mars 2023 23:03
Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. 23. mars 2023 21:05
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti