Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 24-33 | Úrslitakeppnisvon Gróttu veikist Dagur Lárusson skrifar 1. apríl 2023 15:45 Grótta - Valur Olís deild karla vor 2023 vísir/diego ÍBV vann afar öruggan níu marka sigur er liðið sótti Gróttu heim í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur 24-33, en tapið þýðir að Grótta þarf helst að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Fyrir leik var ÍBV í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Grótta var í níunda sætinu með 15 stig. Grótta er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni á meðan ÍBV á enn möguleika á að enda í öðru sæti deildarinnar. Það var Grótta sem byrjaði leikinn mikið betur og komst í 3-0 forystu fyrstu fimm mínútur leiksins og gestirnir alls ekki komnir í gang. Eftir það jafnaðist leikurinn út, ÍBV jafnaði en hvorugu liðinu tókst að skora mörg mörk eftir það. Staðan var aðeins 4-4 eftir sextán mínútna leik en eftir það opnuðust flóðgáttirnar. ÍBV náði að skora tíu mörk áður en flautað var til hálfleiks á meðan Grótta skoraði átta mörk. Í seinni hálfleiknum voru það gestirnir sem voru með öll völdin á vellinum og smá uppgjöf var augljós í Gróttu liðinu á ákveðnum tímapunkti. ÍBV gekk á lagið og á tímabili var munurinn á liðunum tólf mörk. Grótta náði þó aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það skipti litlu. Lokatölur 24-33. Af hverju vann ÍBV? Markvarslan skipti miklu máli í dag og átti Pavel virkilega góðan leik í marki ÍBV og það má segja að það hafi verið munurinn á liðunum, á þeim tímapunkti þar sem ÍBV fór á algjörlega siglingu var Pavel að verja hvert einasta skot frá Gróttu. Hverjar stóðu upp úr? Eins og kemur fram hér að ofan þá átti Pavel frábæran leik í liði ÍBV en Rúnar Kárason var einnig frábær og skoraði sjö mörk. Hvað fór illa? Þegar á móti blés í seinni hálfleiknum var eins og það vantaði einhvern leiðtoga til þess að rífa liðið áfram og blása í því nýju lífi. Í staðinn virtust margir leikmenn liðsins gefast upp. Hvað gerist næst? Næsti leikur Gróttu er á miðvikudaginn gegn Herði á meðan ÍBV tekur á móti Haukum á sama tíma. Varnarleikurinn var lykillinn „Þetta var frekar vel spilaður leikur hjá okkur, svona á heildina litið,“ byrjaði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum að spila sérstaklega vel varnarlega og síðan tókst okkur aðeins að róa okkur í sóknarleiknum og svona spila þau kerfi sem við ætluðum okkur. Markvarslan var síðan mjög góð, við vissum að hún þyrfti að vera það þar sem þeir eru með mjög góða markmenn ,” hélt Erlingur áfram. Leikurinn var heldur jafn í fyrri hálfleiknum en ÍBV gekk á lagið í seinni hálfleiknum. Erlingur vildi meina að lykilinn hafi verið varnarleikurinn. „Varnarleikurinn hélt áfram vel hjá okkur og við komumst í fimm, sex og sjö marka forystu og þá kannski fara þeir að taka ákveðnar áhættur og svona sem gáfu okkur nokkur ódýr mörk.“ Erlingur vill að sóknarleikurinn fái að njóta sín allan leikinn í næsta leik. „Ég vil að sóknarleikurinn verði betri í næsti leik, í fyrri hálfleiknum var hann ekki nægilega góður og það þarf að bætast í næsta leik,“endaði Erlingur á að segja. Misstum ná frá okkur á mjög stuttum kafla „Ég er virkilega svekktur og þetta var klárlega ekki það sem við lögðum upp með,“ byrjaði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, að segja eftir leik.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við sýndum góða kafla en ÍBV er auðvitað bara mjög gott lið. Auðvitað viljum við ekki tapa með tíu mörkum á heimavelli, það segir sig sjálft en við getum ekkert verið að dvelja of mikið við þetta. Það eru ennþá möguleikar í stöðunni hjá okkur og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik og læra af þessum,“ hélt Róbert áfram. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleiknum en leikar breyttust heldur betur í seinni hálfleiknum og Róbert reyndi að útskýra ástæðuna fyrir því. „Já þetta er rétt, leikurinn var jafn en síðan missum við þá aðeins fram úr okkur, gerum of mikið af tæknifeilum og síðan þessi klassíska klisja að þeir verja meira en við. Þetta er rétt hjá þér, við missum leikinn frá okkur þarna á mjög stuttum kafla og allt í einu voru þeir komnir með tíu marka forystu, ég reyndi að breyta en það gekk ekki nógu vel, mögulega hefði ég átt að gera eitthvað annað, en það er bara næsti leikur,“ endaði Róbert á að segja eftir leik. Olís-deild karla Grótta ÍBV
ÍBV vann afar öruggan níu marka sigur er liðið sótti Gróttu heim í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur 24-33, en tapið þýðir að Grótta þarf helst að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Fyrir leik var ÍBV í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Grótta var í níunda sætinu með 15 stig. Grótta er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni á meðan ÍBV á enn möguleika á að enda í öðru sæti deildarinnar. Það var Grótta sem byrjaði leikinn mikið betur og komst í 3-0 forystu fyrstu fimm mínútur leiksins og gestirnir alls ekki komnir í gang. Eftir það jafnaðist leikurinn út, ÍBV jafnaði en hvorugu liðinu tókst að skora mörg mörk eftir það. Staðan var aðeins 4-4 eftir sextán mínútna leik en eftir það opnuðust flóðgáttirnar. ÍBV náði að skora tíu mörk áður en flautað var til hálfleiks á meðan Grótta skoraði átta mörk. Í seinni hálfleiknum voru það gestirnir sem voru með öll völdin á vellinum og smá uppgjöf var augljós í Gróttu liðinu á ákveðnum tímapunkti. ÍBV gekk á lagið og á tímabili var munurinn á liðunum tólf mörk. Grótta náði þó aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það skipti litlu. Lokatölur 24-33. Af hverju vann ÍBV? Markvarslan skipti miklu máli í dag og átti Pavel virkilega góðan leik í marki ÍBV og það má segja að það hafi verið munurinn á liðunum, á þeim tímapunkti þar sem ÍBV fór á algjörlega siglingu var Pavel að verja hvert einasta skot frá Gróttu. Hverjar stóðu upp úr? Eins og kemur fram hér að ofan þá átti Pavel frábæran leik í liði ÍBV en Rúnar Kárason var einnig frábær og skoraði sjö mörk. Hvað fór illa? Þegar á móti blés í seinni hálfleiknum var eins og það vantaði einhvern leiðtoga til þess að rífa liðið áfram og blása í því nýju lífi. Í staðinn virtust margir leikmenn liðsins gefast upp. Hvað gerist næst? Næsti leikur Gróttu er á miðvikudaginn gegn Herði á meðan ÍBV tekur á móti Haukum á sama tíma. Varnarleikurinn var lykillinn „Þetta var frekar vel spilaður leikur hjá okkur, svona á heildina litið,“ byrjaði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum að spila sérstaklega vel varnarlega og síðan tókst okkur aðeins að róa okkur í sóknarleiknum og svona spila þau kerfi sem við ætluðum okkur. Markvarslan var síðan mjög góð, við vissum að hún þyrfti að vera það þar sem þeir eru með mjög góða markmenn ,” hélt Erlingur áfram. Leikurinn var heldur jafn í fyrri hálfleiknum en ÍBV gekk á lagið í seinni hálfleiknum. Erlingur vildi meina að lykilinn hafi verið varnarleikurinn. „Varnarleikurinn hélt áfram vel hjá okkur og við komumst í fimm, sex og sjö marka forystu og þá kannski fara þeir að taka ákveðnar áhættur og svona sem gáfu okkur nokkur ódýr mörk.“ Erlingur vill að sóknarleikurinn fái að njóta sín allan leikinn í næsta leik. „Ég vil að sóknarleikurinn verði betri í næsti leik, í fyrri hálfleiknum var hann ekki nægilega góður og það þarf að bætast í næsta leik,“endaði Erlingur á að segja. Misstum ná frá okkur á mjög stuttum kafla „Ég er virkilega svekktur og þetta var klárlega ekki það sem við lögðum upp með,“ byrjaði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, að segja eftir leik.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við sýndum góða kafla en ÍBV er auðvitað bara mjög gott lið. Auðvitað viljum við ekki tapa með tíu mörkum á heimavelli, það segir sig sjálft en við getum ekkert verið að dvelja of mikið við þetta. Það eru ennþá möguleikar í stöðunni hjá okkur og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik og læra af þessum,“ hélt Róbert áfram. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleiknum en leikar breyttust heldur betur í seinni hálfleiknum og Róbert reyndi að útskýra ástæðuna fyrir því. „Já þetta er rétt, leikurinn var jafn en síðan missum við þá aðeins fram úr okkur, gerum of mikið af tæknifeilum og síðan þessi klassíska klisja að þeir verja meira en við. Þetta er rétt hjá þér, við missum leikinn frá okkur þarna á mjög stuttum kafla og allt í einu voru þeir komnir með tíu marka forystu, ég reyndi að breyta en það gekk ekki nógu vel, mögulega hefði ég átt að gera eitthvað annað, en það er bara næsti leikur,“ endaði Róbert á að segja eftir leik.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti