„Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 22:04 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/Diego Stjarnan fékk skell í síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta þegar laut í parket fyrir ÍR. Það er morgunljóst að Patrekur Jóhannesson og leikmenn Stjörnuliðsins hafi farið vel yfir það tap í vikunni sem leið frá þeim leik þar til liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Meiðsladraugurinn sem gert hefur sér setu í Mýrinni kom ekki í veg fyrir að Stjarnan vann sannfærandi sigur og liðið blandar sér af fullum krafti í baráttunni um heimavallarétta í úrslitakeppni deildarinnar. „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Við erum að glíma við meiðsli þessa stundina en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það. Við erum enn með öfluga og reynslumikla leikmenn inni á vellinum og leikmenn sem geta vel tekið við keflinu. Við fórum vel yfir hvað aflaga fór á móti ÍR og náðum að laga það flest í þessum leik,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá Stjörnuliðinu. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig um hóp sinn. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Meiðsladraugurinn sem gert hefur sér setu í Mýrinni kom ekki í veg fyrir að Stjarnan vann sannfærandi sigur og liðið blandar sér af fullum krafti í baráttunni um heimavallarétta í úrslitakeppni deildarinnar. „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Við erum að glíma við meiðsli þessa stundina en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það. Við erum enn með öfluga og reynslumikla leikmenn inni á vellinum og leikmenn sem geta vel tekið við keflinu. Við fórum vel yfir hvað aflaga fór á móti ÍR og náðum að laga það flest í þessum leik,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá Stjörnuliðinu. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig um hóp sinn.
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48