Stjarnan

Fréttamynd

Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Sunn­lendingar sóttu sigur í Garða­bæinn

Sameiginlegt lið Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn, Hamar/Þór, gerði sér lítið fyrir og sóttu sigur í Garðabæinn þegar liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Garðabæ 82-84.

Körfubolti
Fréttamynd

Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn

Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Er að fara út í þjálfun“

Hilmar Árni Halldórsson skoraði eitt marka Stjörnunnar þegar hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið í 3-2 sigri á móti FH í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í kvöld. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA-strákarnir fengu að halda gullinu

Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjálfboðaliðinn miður sín og fengið að heyra það héðan og þaðan

„Sjálfboðaliðinn er alveg miður sín og þetta hjálpar okkur ekki að menn fái svona yfir sig þegar þeir gera mistök,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, um sjálfboðaliða félagsins sem dæmdi úrslitaleikinn við Stjörnuna í C-liðum 4. flokks drengja. Framlenging leiksins, og mögulega vítaspyrnukeppni, verður endurtekin í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fá annað tæki­færi: Lengd fram­lengingar kærð

Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ægir: Hinn klassíski liðssigur

Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið.

Sport
Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnar­lausir Stjörnu­menn

Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 117-88 í leik sem var aldrei í hættu fyrir heimamenn.

Körfubolti