NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Heat vann leik 3 án Butler

Miami Heat vann afar öflugan sigur 6 stiga útisigur á Boston Celtics í Boston í nótt, 109-103, þrátt fyrir að hafa misst einn af sínum albestu leikmönnum, Jimmy Butler, í meiðsli í hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Luka næstur á eftir Wilt og Jordan

Slóveninn Luka Dončić er einstakur körfuboltamaður, á því leikur enginn vafi. Hann ásamt goðsögnunum Wilt Chamberlain og Michael Jordan eru þeir leikmenn sem hafa skorað flest stig í fyrstu 25 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi.

Körfubolti
Fréttamynd

Warriors í kjörstöðu eftir annan sigurleikinn í röð

Golden State Warriors vann öflugan 9 stiga endurkomu sigur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í nótt, 117-126. Golden State leiðir nú úrslitaseríuna í vesturdeild NBA með tveimur sigrum gegn engum. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í sjálfan úrslitaleik NBA þar sem mótherjinn verður annaðhvort Boston Celtics eða Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

Tatum tryggði Celtics oddaleik og Stríðsmennirnir komust í úrslit

Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Lengi lifir í gömlum glæðum

Hinn 35 ára gamli Al Horford hefur á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni í körfubolta aldrei skorað eins mörg stig í úrslitakeppni eins og í gærkvöld. Hann átti ríkan þátt í 116-108 sigri Boston Celtics á meisturum Milwaukee Bucks.

Körfubolti