Körfubolti

Valinn þjálfari ársins á síðasta tímabili en rekinn í ár

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Monty Williams hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Phoenix Suns.
Monty Williams hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Phoenix Suns. Matthew Stockman/Getty Images

Monty Williams, þjálfari ársins árið 2022, hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta.

Phoenix Suns féll úr leik í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir 25 stiga tap gegn Denver Nuggets í sjötta leik liðanna í vikunni. Denver-liðið vann envígið 4-2 og tímabilið því búið hjá Phoenix Suns.

Williams, sem er 51 árs gamall, var valinn þjálfari ársins eftir síðasta tímabil, en nú er tíðin önnur.

„Við erum full þakklætis fyrir allt sem Monty hefur gert fyrir Phoenix Suns og samfélagið í kring,“ sagði James Jones, forseti félagsins, eftir að Monty Williams var látinn fara.

Williams stýrði Suns í fjögur tímabil og var á þeim tíma valinn þjálfari ársins í tvígang. Undir hans stjórn fór liðið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í þrígang, þar á meðal í úrslit árið 2021.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×