Miami Heat stal leik eitt í Garðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 09:00 Það virðist enginn geta stöðvað Jimmy Butler. Adam Glanzman/Getty Images Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eru farin af stað. Í nótt fór fram fyrsti leikur einvígisins í Austurdeildinni þar sem Boston Celtics tók á móti Miami Heat. Fór það svo að Heat vann sjö stiga sigur, lokatölur 116-123. Allir veðbankar og allir spekingar vestanhafs – sem og víðar – spá því að Boston vinni einvígið og fari í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það virtist stefna í það en Boston var betri aðilinn framan af leik næturinnar og leiddi mest með 13 stigum. Í þriðja leikhluta leiksins snerist taflið hins vegar við. Sóknarleikur Miami fór bókstaflega á flug á meðan heimamenn hikstuðu. Miami vann leikhlutann með 21 stigi eftir að skora alls 46 stig í leikhlutanum. Gestirnir skoruðu ekki yfir 30 stig í hinum þremur leikhlutum leiksins. PLAYOFF JIMMY IN #PLAYOFFMODE HEAT LEAD BY 6, 27.7 SECONDS TO GO pic.twitter.com/KEWF32XyQG— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þó Celtics hafi haldið spennu í þessu í fjórða leikhluta var það Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] Butler sem tryggði Miami Heat mikilvægan sigur í TD Garden í Boston. Leikurinn vannst á endanum með sjö stigum, 116-123. Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 35 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst á þeim 43 mínútum sem hann spilaði. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jimmy Butler leads the #8 seed @MiamiHEAT to a road win in Game 1 of the ECF!35 PTS7 AST 6 STL (Playoff career high) Game 2: Friday, 8:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/GXX7eHrOxy— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þeir Gabe Vincent, Max Strus, Caleb Martin og Kyle Lowry skoruðu allir 15 stig á meðan gamla brýnið Kevin Love skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Í liði Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og staka stoðsendingu. Jaylen Brown kom þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan Malcolm Brogdon skoraði 19 stig. The @MiamiHEAT open the East Finals with a win in Boston!MIA/BOS Game 2: Friday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/B29HgDdUvd— NBA (@NBA) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Allir veðbankar og allir spekingar vestanhafs – sem og víðar – spá því að Boston vinni einvígið og fari í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það virtist stefna í það en Boston var betri aðilinn framan af leik næturinnar og leiddi mest með 13 stigum. Í þriðja leikhluta leiksins snerist taflið hins vegar við. Sóknarleikur Miami fór bókstaflega á flug á meðan heimamenn hikstuðu. Miami vann leikhlutann með 21 stigi eftir að skora alls 46 stig í leikhlutanum. Gestirnir skoruðu ekki yfir 30 stig í hinum þremur leikhlutum leiksins. PLAYOFF JIMMY IN #PLAYOFFMODE HEAT LEAD BY 6, 27.7 SECONDS TO GO pic.twitter.com/KEWF32XyQG— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þó Celtics hafi haldið spennu í þessu í fjórða leikhluta var það Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] Butler sem tryggði Miami Heat mikilvægan sigur í TD Garden í Boston. Leikurinn vannst á endanum með sjö stigum, 116-123. Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 35 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst á þeim 43 mínútum sem hann spilaði. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jimmy Butler leads the #8 seed @MiamiHEAT to a road win in Game 1 of the ECF!35 PTS7 AST 6 STL (Playoff career high) Game 2: Friday, 8:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/GXX7eHrOxy— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þeir Gabe Vincent, Max Strus, Caleb Martin og Kyle Lowry skoruðu allir 15 stig á meðan gamla brýnið Kevin Love skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Í liði Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og staka stoðsendingu. Jaylen Brown kom þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan Malcolm Brogdon skoraði 19 stig. The @MiamiHEAT open the East Finals with a win in Boston!MIA/BOS Game 2: Friday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/B29HgDdUvd— NBA (@NBA) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira