Ömurlegir mánuðir fyrir íþróttaaðdáendur í Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 23:30 Íþróttalið Philadelphia-borgar hafa ekki átt sjö dagana sæla. Adam Glanzman/Getty Images Sértu frá Philadelphia í Bandaríkjunum og elskar íþróttir má reikna með að það sé heldur þungt yfir þér um þessar mundir. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá íþróttaliðum borgarinnar undanfarna sex mánuði. Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023 Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023
Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira