Segir liðsfélaga sinn vera einn besta leikmanns heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 15:01 Þessir ná frekar vel saman. Megan Briggs/Getty Images Kyle Lowry sparaði ekki hrósið á Jimmy Butler, liðsfélaga sinn hjá Miami Heat, eftir sigur á Boston Celtics í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins