Baunaði á Boston fyrir að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 07:31 Jimmy Butler reynir að finna sendingu í sigrinum örugga gegn Boston Celtics í gærkvöld. AP/Wilfredo Lee Miami Heat er komið í þá stöðu að geta sópað Boston Celtics út í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta, eftir þriðja sigurinn í gærkvöld, 128-102. Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira