Úrslitaeinvígið blasir við Denver Nuggets Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 09:30 LeBron James verst gegn Nikola Jokic í leiknum í Los Angeles í nótt. Vísir/Getty Denver Nuggets er komið í afar góða stöðu gegn Los Angeles Lakers í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA eftir sigur í þriðja leik liðanna í Los Angeles í nótt. Denver leiðir 3-0 í einvíginu. Denver hafði unnið sigur á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins en í nótt var leikið á heimavelli Lakers sem þurfti nauðsynlega að sækja sigur. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Lakers var í vandræðum að koma stigum á töfluna á meðan Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets. Murray skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og lið Denver var með 32-20 forystu að honum loknum. Adele and Rich Paul, Eddie Murphy, Quavo, and Jennifer Hudson in LA for Game 3!#NBACelebRow pic.twitter.com/XLHRC6U0SX— NBA (@NBA) May 21, 2023 Lakers vann sig þó inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Austin Reaves jafnaði í 55-55 úr tveimur vítaskotum undir lok annars leikhluta en Kentavious Caldwell-Pope sá til þess að Nuggets fór með forystu inn í hálfleikinn með því að skora þriggja stiga körfu undir lok annars leikhluta. Lið Nuggets var áfram skrefinu á undan eftir hlé. Þeir náðu níu stiga forystu í upphafi þriðja leikhluta en Lakers kom til baka og jafnaði á ný. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 84-82 og allt í járnum. LEBRON JAMES.BACK-TO-BACK THREES.4Q next on ABC DEN: 84LAL: 82 pic.twitter.com/KfzfGKsBfc— NBA (@NBA) May 21, 2023 Þar var það Nikola Jokic sem tók yfir. Hann skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og eftir að Denver komst í 106-94 forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Lakers aldrei að minnka forystuna nema niður í átta stig. Denver vann að lokum 119-108 sigur og nú komið 3-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en liðið er eitt af sex liðum í deildinni sem aldrei hefur leikið til úrslita. Jamal Murray explodes for 30 points in the 1st half, finishing with 37 for the 2nd straight game!The @nuggets now hold a 3-0 lead in the Western Conference Finals. pic.twitter.com/eLmpj3keXq— NBA (@NBA) May 21, 2023 Jamal Murray var frábær hjá Denver í nótt, hann skoraði 37 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 24 stig en Caldwell-Pope, Bruce Brown og Michael Porter Jr. komu einnig með mjög gott framlag að borðinu. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig auk þess að taka 18 fráköst og þeir LeBron James og Austin Reaves skoruðu 23 stig hvor. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Denver hafði unnið sigur á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins en í nótt var leikið á heimavelli Lakers sem þurfti nauðsynlega að sækja sigur. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Lakers var í vandræðum að koma stigum á töfluna á meðan Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets. Murray skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og lið Denver var með 32-20 forystu að honum loknum. Adele and Rich Paul, Eddie Murphy, Quavo, and Jennifer Hudson in LA for Game 3!#NBACelebRow pic.twitter.com/XLHRC6U0SX— NBA (@NBA) May 21, 2023 Lakers vann sig þó inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Austin Reaves jafnaði í 55-55 úr tveimur vítaskotum undir lok annars leikhluta en Kentavious Caldwell-Pope sá til þess að Nuggets fór með forystu inn í hálfleikinn með því að skora þriggja stiga körfu undir lok annars leikhluta. Lið Nuggets var áfram skrefinu á undan eftir hlé. Þeir náðu níu stiga forystu í upphafi þriðja leikhluta en Lakers kom til baka og jafnaði á ný. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 84-82 og allt í járnum. LEBRON JAMES.BACK-TO-BACK THREES.4Q next on ABC DEN: 84LAL: 82 pic.twitter.com/KfzfGKsBfc— NBA (@NBA) May 21, 2023 Þar var það Nikola Jokic sem tók yfir. Hann skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og eftir að Denver komst í 106-94 forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Lakers aldrei að minnka forystuna nema niður í átta stig. Denver vann að lokum 119-108 sigur og nú komið 3-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en liðið er eitt af sex liðum í deildinni sem aldrei hefur leikið til úrslita. Jamal Murray explodes for 30 points in the 1st half, finishing with 37 for the 2nd straight game!The @nuggets now hold a 3-0 lead in the Western Conference Finals. pic.twitter.com/eLmpj3keXq— NBA (@NBA) May 21, 2023 Jamal Murray var frábær hjá Denver í nótt, hann skoraði 37 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 24 stig en Caldwell-Pope, Bruce Brown og Michael Porter Jr. komu einnig með mjög gott framlag að borðinu. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig auk þess að taka 18 fráköst og þeir LeBron James og Austin Reaves skoruðu 23 stig hvor.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira