NBA: Wade og LeBron skoruðu saman 71 stig í sigri Miami Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte. Körfubolti 26. mars 2011 11:00
NBA: Ellefta 50 sigra tímabil Dallas Mavericks í röð Það var rólegt í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar það fóru aðeins fram tveir leikir. Dallas vann Minnesota Timberwolves og varð því fimmta liðið til þess að vinna 50 leiki í vetur og New Orleans Hornets hafði betur gegn Utah Jazz eftir framlengingu. Körfubolti 25. mars 2011 09:00
NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic. Körfubolti 24. mars 2011 09:00
NBA: Lakers vann Phoenix eftir þríframlengdan leik Los Angeles Lakers er áfram á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en þurfti þrjár framlengingar til þess að landa sigri á móti Phoenix Suns í frábærum leik í nótt. Lakers hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn en Suns-liðið er á góðri leið með því að missa af úrslitakeppninni. Körfubolti 23. mars 2011 09:00
NBA: Boston vann í New York og Tim Duncan meiddist San Antonio Spurs er áfram á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Golden State Warriors í nótt en liðið varð fyrir áfalli þegar Tim Duncan meiddist illa á ökkla. Boston Celtics og Chicago Bulls unnu bæði sinn fimmtugasta leik á tímabilinu og sitja hlið við hlið á toppnum í Austurdeildinni. Körfubolti 22. mars 2011 09:30
NBA: Lakers með tólfta sigurinn í síðustu þrettán leikjum Kobe Bryant og Derek Fisher voru í aðalhlutverkum þegar Los Angeles Lakers landaði naumum sigri á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Toronto Raptors vann langþráðan útisigur og endaði sex leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og þá vann Milwaukee Bucks sigur á New York Knicks. Körfubolti 21. mars 2011 09:00
NBA: Denver réð ekki við James og Wade LeBron James og Dwyane Wade fóru á kostum í liði Miami Heat er það lagði Denver í nótt. James skoraði 33 stig og Wade 32. Körfubolti 20. mars 2011 10:48
NBA: Flautukarfa hjá Nelson og Spurs vann Texas-slaginn Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og var nokkuð um áhugaverða leiki. Boston mátti meðal annars þola stórtap gegn Houston. Körfubolti 19. mars 2011 10:53
Bulls vann uppgjörið við Nets Aðeins þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Aðeins einn þeirra var frekar jafn og það var leikur Nets og Bulls. Körfubolti 18. mars 2011 08:59
NBA: Oklahoma skellti Miami Oklahoma Thunder vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni í nótt er það mætti sólstrandargæjunum í Miami Heat. Þetta var fyrsta tap Miami í fjórum leikjum. Körfubolti 17. mars 2011 09:10
Chicago náði efsta sæti Austurdeildarinnar Deildarkeppnin í NBA körfuboltanum nær hámarki á næstu vikum en liðin 30 eiga nú 15-20 leiki eftir af alls 82. Alls komast 16 lið í úrslitakeppnina, 8 úr Austurdeild og 8 úr Vesturdeild og er nú hart barist um þau sæti í báðum deildum. Körfubolti 16. mars 2011 09:00
Miami sýndi styrk sinn í San Antonio Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær og fóru 9 leikir fram. Boston tapaði gegn New Jersey Nets, 88-79. Boston og Chicago deila nú efsta sæti Austurdeildarinnar og er mikil spenna framundan á lokasprettinum. Miami náði loksins að vinna eitt af bestu liðum deildarinnar en San Antonio Spurs tapaði gegn "ofurliðinu“ 110-80. Meistaralið LA Lakers sýndi styrk sinn gegn Orlando með 97-84 sigri á heimavelli. Körfubolti 15. mars 2011 09:00
Dwayne Wade fékk forræði yfir tveimur sonum sínum Dwayne Wade leikmaður NBA liðsins Miami Heat hefur staðið í ströngu utan vallar vegna forræðisdeilu við fyrrum sambýliskonu. Dómstóll í Chicago hefur bundið enda á það mál með því að úrskurða að Wade fái fullt forræði yfir sonum sínum – en málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár. Körfubolti 14. mars 2011 23:30
Boston fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Boston setti félagsmet með því að fá aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee. Kevin Love leikmaður Minnesota skoraði aðeins 6 stig gegn Golden State en hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 53 leikjum í röð. Indiana kom verulega á óvart með góðum sigri gegn New York á útivelli. Körfubolti 14. mars 2011 09:00
Þjálfari Orlando líkir David Stern við einræðisherra Stan Van Gundy þjálfari NBA liðsins Orlando Magic gerir eitt mjög vel – að tala, og nú hefur hinn litríki þjálfari reitt David Stern framkvæmdastjóra NBA deildarinnar til reiði. Enda ekki á hverjum degi sem Stern er líkt við einræðisherra. Körfubolti 11. mars 2011 23:30
Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahúsins hreinsuðu til eftir leikinn. Körfubolti 11. mars 2011 22:00
NBA í nótt: Allt undir hjá Miami sem vann Lakers Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Körfubolti 11. mars 2011 09:00
NBA í nótt: Enn vann Chicago - Love bætti met Chicago Bulls vann í nótt sinn ellefta sigur í síðustu þrettán leikjum sínum er liðið lagði Charlotte Bobcats, 101-84, í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 10. mars 2011 09:00
NBA í nótt: Fimmta tap Miami í röð Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Körfubolti 9. mars 2011 09:00
Helena í úrvalslið riðilsins Helena Sverrisdóttir var valin í úrvalslið Mountain West-riðilsins í bandaríska háskólaboltanum í þriðja sinn á ferlinum í gær. Körfubolti 8. mars 2011 09:30
NBA í nótt: Melo og Stoudemire öflugir Carmelo Anthony og Amare Stoudemire skoruðu samanlagt tæplega helming stiga New York í sigri liðsins á Utah, 131-109, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 8. mars 2011 09:00
Eigandi Dallas vill gera sjónvarpsþátt með Charlie Sheen Hinn skrautlegi eigandi Dallas, Mark Cuban, er í viðræðum við leikarann Charlie Sheen um að gera sjónvarpsþátt en óhætt er að segja að Sheen sé á allra vörum þessa dagana. Körfubolti 7. mars 2011 23:30
Paul fékk heilahristing og spilar ekki í nótt Stjarna New Orleans Hornets, Chris Paul, mun ekki spila gegn Chicago Bulls í nótt eftir að hafa fengið heilahristing gegn Cleveland í nótt. Körfubolti 7. mars 2011 19:00
NBA í nótt: Enn tapar Miami fyrir bestu liðunum Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Körfubolti 7. mars 2011 09:00
NBA: Þríframlengt í London þegar New Jersey vann aftur Toronto NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Körfubolti 6. mars 2011 11:00
NBA: San Antonio vann 30 stiga sigur á Miami San Antonio Spurs fór illa með stjörnurnar í Miami Heat í 125-95 sigri í NBA-deildinni í nótt og sýndi enn á ný að það er engin tilviljun að Spurs-liðið er með besta árangurinn í deildinni. Chicago Bulls vann Orlando, Boston og Lakers unnu sína leiki en New York Knicks tapaði hinsvegar fyrir Cleveland í annað skiptið á stuttum tíma. Körfubolti 5. mars 2011 11:00
NBA: Miami missti niður 24 stiga forskot í tapi gegn Orlando Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar. Körfubolti 4. mars 2011 09:00
Dwight Howard og LaMarcus Aldridge valdir bestir í febrúar Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, og LaMarcus Aldridge, kraftframherji Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn febrúarmánaðar í NBA-deildinni í körfubolta, Howard í Austurdeildinni og Aldridge í Vesturdeildinni. Körfubolti 3. mars 2011 16:15
NBA: Atlanta vann Chicago, 50. sigurinn hjá Spurs og Durant meiddist Atlanta Hawks var aðeins yfir síðustu 29 sekúndurnar þegar liðið vann 83-80 sigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann sinn 50. sigur á tímabilinu, Boston vann sinn leik og það gerði Oklahoma City Thunder líka þrátt fyrir að missa Kevin Durant meiddan af velli. Körfubolti 3. mars 2011 09:00