NBA: Dallas sópaði Lakers úr úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2011 09:05 Phil Jackson á leiknum í gær. Mynd/AP Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago. NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago.
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira