NBA: Dallas sópaði Lakers úr úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2011 09:05 Phil Jackson á leiknum í gær. Mynd/AP Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago. NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago.
NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum