Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2011 09:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. „Það er alltof langt gengið að segja að við séum örvæntingafullir. Þegar þú spilar á barmi örvæntingar þá ertu ekki að spila þinn besta körfubolta. Við þurfum að slaka á, einbeita okkur af því sem við erum að gera rangt og hvaða mistök við erum að gera. Við höfum nóg til að fara yfir og laga," sagði Kobe Bryant. Bryant þarf helst að reyna að rífa upp miðherjana Pau Gasol og Andrew Bynum sem eru búnir að vera í tómu tjóni á báðum endum vallarins. Bynum bætti síðan um betur með klaufalegum yfirlýsingum eftir leik tvö þar sem að hann lét það flakka að leikmenn Lakers treystu ekki lengur hverjum öðrum. Magic Johnson er ekki bjartsýnn fyrir hönd síns liðs. „Það verður erfitt að klifra upp úr þessarri holu og ég tel að möguleikarnir séu ekki miklir," skrifaði Magic á twittersíðu sína og seinna bætti hann við að Bynum ætti að halda kjafti.Mynd/AP„Okkur líkar ekki að vera í þessarri stöðu og við erum heldur ekki vanir því. Við breytum því samt ekki úr þessu og þurfum að halda saman hópinn og ráða fram úr þessu. Við erum að reyna að skrifa söguna og það er ekki auðvelt. Það þurfa allir í liðinu að líta í eigin barm," sagði Derek Fisher. Dirk Nowitzki hefur farið illa með Lakers-vörnina í fyrstu tveimur leikjunum en þekkir það af eigin reynslu að veður getur fljótt skipast í lofti í úrslitakeppninni. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið. Ég hef verið 2-0 yfir áður og endað á því að detta út. Við höfum séð margt gerast í NBA-deildinni og þurfum því að halda einbeitingu, halda hópinn, sækja aukakraft til okkar fólks og ná í annan góðan sigur," sagði Nowitzki. Næstu tveir leikir eru í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið í Vesturdeildinni. NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. „Það er alltof langt gengið að segja að við séum örvæntingafullir. Þegar þú spilar á barmi örvæntingar þá ertu ekki að spila þinn besta körfubolta. Við þurfum að slaka á, einbeita okkur af því sem við erum að gera rangt og hvaða mistök við erum að gera. Við höfum nóg til að fara yfir og laga," sagði Kobe Bryant. Bryant þarf helst að reyna að rífa upp miðherjana Pau Gasol og Andrew Bynum sem eru búnir að vera í tómu tjóni á báðum endum vallarins. Bynum bætti síðan um betur með klaufalegum yfirlýsingum eftir leik tvö þar sem að hann lét það flakka að leikmenn Lakers treystu ekki lengur hverjum öðrum. Magic Johnson er ekki bjartsýnn fyrir hönd síns liðs. „Það verður erfitt að klifra upp úr þessarri holu og ég tel að möguleikarnir séu ekki miklir," skrifaði Magic á twittersíðu sína og seinna bætti hann við að Bynum ætti að halda kjafti.Mynd/AP„Okkur líkar ekki að vera í þessarri stöðu og við erum heldur ekki vanir því. Við breytum því samt ekki úr þessu og þurfum að halda saman hópinn og ráða fram úr þessu. Við erum að reyna að skrifa söguna og það er ekki auðvelt. Það þurfa allir í liðinu að líta í eigin barm," sagði Derek Fisher. Dirk Nowitzki hefur farið illa með Lakers-vörnina í fyrstu tveimur leikjunum en þekkir það af eigin reynslu að veður getur fljótt skipast í lofti í úrslitakeppninni. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið. Ég hef verið 2-0 yfir áður og endað á því að detta út. Við höfum séð margt gerast í NBA-deildinni og þurfum því að halda einbeitingu, halda hópinn, sækja aukakraft til okkar fólks og ná í annan góðan sigur," sagði Nowitzki. Næstu tveir leikir eru í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið í Vesturdeildinni.
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira