Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2011 09:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. „Það er alltof langt gengið að segja að við séum örvæntingafullir. Þegar þú spilar á barmi örvæntingar þá ertu ekki að spila þinn besta körfubolta. Við þurfum að slaka á, einbeita okkur af því sem við erum að gera rangt og hvaða mistök við erum að gera. Við höfum nóg til að fara yfir og laga," sagði Kobe Bryant. Bryant þarf helst að reyna að rífa upp miðherjana Pau Gasol og Andrew Bynum sem eru búnir að vera í tómu tjóni á báðum endum vallarins. Bynum bætti síðan um betur með klaufalegum yfirlýsingum eftir leik tvö þar sem að hann lét það flakka að leikmenn Lakers treystu ekki lengur hverjum öðrum. Magic Johnson er ekki bjartsýnn fyrir hönd síns liðs. „Það verður erfitt að klifra upp úr þessarri holu og ég tel að möguleikarnir séu ekki miklir," skrifaði Magic á twittersíðu sína og seinna bætti hann við að Bynum ætti að halda kjafti.Mynd/AP„Okkur líkar ekki að vera í þessarri stöðu og við erum heldur ekki vanir því. Við breytum því samt ekki úr þessu og þurfum að halda saman hópinn og ráða fram úr þessu. Við erum að reyna að skrifa söguna og það er ekki auðvelt. Það þurfa allir í liðinu að líta í eigin barm," sagði Derek Fisher. Dirk Nowitzki hefur farið illa með Lakers-vörnina í fyrstu tveimur leikjunum en þekkir það af eigin reynslu að veður getur fljótt skipast í lofti í úrslitakeppninni. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið. Ég hef verið 2-0 yfir áður og endað á því að detta út. Við höfum séð margt gerast í NBA-deildinni og þurfum því að halda einbeitingu, halda hópinn, sækja aukakraft til okkar fólks og ná í annan góðan sigur," sagði Nowitzki. Næstu tveir leikir eru í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið í Vesturdeildinni. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. „Það er alltof langt gengið að segja að við séum örvæntingafullir. Þegar þú spilar á barmi örvæntingar þá ertu ekki að spila þinn besta körfubolta. Við þurfum að slaka á, einbeita okkur af því sem við erum að gera rangt og hvaða mistök við erum að gera. Við höfum nóg til að fara yfir og laga," sagði Kobe Bryant. Bryant þarf helst að reyna að rífa upp miðherjana Pau Gasol og Andrew Bynum sem eru búnir að vera í tómu tjóni á báðum endum vallarins. Bynum bætti síðan um betur með klaufalegum yfirlýsingum eftir leik tvö þar sem að hann lét það flakka að leikmenn Lakers treystu ekki lengur hverjum öðrum. Magic Johnson er ekki bjartsýnn fyrir hönd síns liðs. „Það verður erfitt að klifra upp úr þessarri holu og ég tel að möguleikarnir séu ekki miklir," skrifaði Magic á twittersíðu sína og seinna bætti hann við að Bynum ætti að halda kjafti.Mynd/AP„Okkur líkar ekki að vera í þessarri stöðu og við erum heldur ekki vanir því. Við breytum því samt ekki úr þessu og þurfum að halda saman hópinn og ráða fram úr þessu. Við erum að reyna að skrifa söguna og það er ekki auðvelt. Það þurfa allir í liðinu að líta í eigin barm," sagði Derek Fisher. Dirk Nowitzki hefur farið illa með Lakers-vörnina í fyrstu tveimur leikjunum en þekkir það af eigin reynslu að veður getur fljótt skipast í lofti í úrslitakeppninni. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið. Ég hef verið 2-0 yfir áður og endað á því að detta út. Við höfum séð margt gerast í NBA-deildinni og þurfum því að halda einbeitingu, halda hópinn, sækja aukakraft til okkar fólks og ná í annan góðan sigur," sagði Nowitzki. Næstu tveir leikir eru í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið í Vesturdeildinni.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira