OKC jafnði einvígið eftir þríframlengdan leik gegn Grizzlies Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2011 08:56 Lebrown James fór á kostum í nótt. Mynd. / AP Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira