NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 11:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira