NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 11:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira