Hlynur pakkaði saman 214 cm miðherja í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2011 08:30 Hlynur Bæringsson í leik með Sundsvall. Mynd/Valli Hlynur Bæringsson fór mikinn í vörn Sundsvall Dragons í gær þegar að liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í körfubolta. Sundsvall vann þar með 4-3 sigur á Norrköping Dolphins í úrslitarimmu liðanna um titilinn. Hlynur fékk það verkefni að gæta miðherja Norrköping-liðsins, hins 214 cm Joakim Kjellbom. Óhætt er að segja að það hafi tekist vel í oddaleiknum í gær þar sem að Kjellbom skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það var mitt helsta takmark í þessari seríu - að halda honum niðri,“ sagði Hlynur í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Hann er talinn besti sænski leikmaðurinn í deildinni í dag og mig langaði svo sannarlega til að taka hann út úr leiknum.“ „Hann er sérstaklega góður að passa körfuna og við urðum því að koma honum frá henni. Ég náði að setja niður nokkra þrista og þá varð hann að elta mig. Það opnaði aðra möguleika fyrir okkur í leiknum.“ „Svo reyndi ég bara aðeins að berja á honum í vörninni. Hann er rosalega stór en ekkert mjög hraustur - fer bara að væla ef á móti blæs.“ Taktík Hlyns virkaði greinilega því Kjellbom tók ekki nema fimm skot í leiknum og aðeins eitt frákast - ótrúlegt miðað við svo hávaxinn leikmann. Bandaríkjamaðurinn Andrew Mitchell er einnig einn af lykilmönnum Norrköping en hann er bakvörður. Hann skoraði ekki eitt einasta stig í leiknum þrátt fyrir að hafa tekið tólf skot (sjö 2ja stiga, þrjú 3ja stiga og tvö vítaköst). Jakob Örn Sigurðarson, sem fór á kostum í gær og skoraði 31 stig, segir að það hafi verið lykilatriði að stöðva bæði hann og Kjellbom í gær. „Við höfum oft lent í vandræðum með Norrköping þegar þeir hafa verið að spila vel og þá sérstaklega Mitchell. Þetta var í raun eini leikurinn sem við náðum að hafa almennilega stjórn á honum og mér fannst leikur þeirra riðlast við það.“ Jakob segir að Bandaríkjamaðurinn í liði Sundsvall, Alex Wesby, hafi verið með hann í strangri gæslu í gær. „Hann var á honum allan tímann og stóð sig ótrúlega vel. Alex er örugglega einn besti Kani sem ég hef spilað með á ferlinum. Hann er rosalegur varnarmaður og spilar af hörku allan tímann. Hann er með mikið og stórt hjarta og er mjög góður körfuboltamaður.“ NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Hlynur Bæringsson fór mikinn í vörn Sundsvall Dragons í gær þegar að liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í körfubolta. Sundsvall vann þar með 4-3 sigur á Norrköping Dolphins í úrslitarimmu liðanna um titilinn. Hlynur fékk það verkefni að gæta miðherja Norrköping-liðsins, hins 214 cm Joakim Kjellbom. Óhætt er að segja að það hafi tekist vel í oddaleiknum í gær þar sem að Kjellbom skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það var mitt helsta takmark í þessari seríu - að halda honum niðri,“ sagði Hlynur í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Hann er talinn besti sænski leikmaðurinn í deildinni í dag og mig langaði svo sannarlega til að taka hann út úr leiknum.“ „Hann er sérstaklega góður að passa körfuna og við urðum því að koma honum frá henni. Ég náði að setja niður nokkra þrista og þá varð hann að elta mig. Það opnaði aðra möguleika fyrir okkur í leiknum.“ „Svo reyndi ég bara aðeins að berja á honum í vörninni. Hann er rosalega stór en ekkert mjög hraustur - fer bara að væla ef á móti blæs.“ Taktík Hlyns virkaði greinilega því Kjellbom tók ekki nema fimm skot í leiknum og aðeins eitt frákast - ótrúlegt miðað við svo hávaxinn leikmann. Bandaríkjamaðurinn Andrew Mitchell er einnig einn af lykilmönnum Norrköping en hann er bakvörður. Hann skoraði ekki eitt einasta stig í leiknum þrátt fyrir að hafa tekið tólf skot (sjö 2ja stiga, þrjú 3ja stiga og tvö vítaköst). Jakob Örn Sigurðarson, sem fór á kostum í gær og skoraði 31 stig, segir að það hafi verið lykilatriði að stöðva bæði hann og Kjellbom í gær. „Við höfum oft lent í vandræðum með Norrköping þegar þeir hafa verið að spila vel og þá sérstaklega Mitchell. Þetta var í raun eini leikurinn sem við náðum að hafa almennilega stjórn á honum og mér fannst leikur þeirra riðlast við það.“ Jakob segir að Bandaríkjamaðurinn í liði Sundsvall, Alex Wesby, hafi verið með hann í strangri gæslu í gær. „Hann var á honum allan tímann og stóð sig ótrúlega vel. Alex er örugglega einn besti Kani sem ég hef spilað með á ferlinum. Hann er rosalegur varnarmaður og spilar af hörku allan tímann. Hann er með mikið og stórt hjarta og er mjög góður körfuboltamaður.“
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira