Bríet og Friðrik Dór: Kosmískir listamenn Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm.Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi. Skoðun 9. janúar 2023 10:07
Berdreymi tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna Kvikmyndin Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna, Robert Prisen 2023. Lífið 9. janúar 2023 09:46
Albumm stækkar teymið sitt og er með stór plön fyrir 2023 Albumm.com býður velkomna í teymið blaðakonuna, Content creator-inn og útgefandann Álfrúnu Kolbrúnardóttur. Albumm 8. janúar 2023 12:36
Settist í sófann hjá Jimmy Fallon: „Þetta fer algjörlega í minningabankann“ Thelma Sigurhansdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setjast í sófa þáttastjórnandans Jimmy Fallon á meðan á auglýsingahléi við upptökur á kvöldþáttunum vinsælu „The Tonight Show with Jimmy Fallon“ stóð í desember síðastliðnum. Hún segir Fallon mikinn karakter en indælan. Bíó og sjónvarp 8. janúar 2023 00:13
Með hnefana á lofti eftir Áramótaskop Ara Eldjárn Lögregla var kölluð til að Háskólabíó á tíunda tímanum í kvöld þar sem gestum á Áramótaskopi Ara Eldjárn var allt annað en hlátur í huga. Hnefar voru á lofti og greinilegt að einhverjir höfðu fengið sér í aðra tána eða rétt rúmlega það. Innlent 7. janúar 2023 23:35
Jessie J ófrísk og vill helst borða súkkulaðhúðaðar súrar gúrkur Söngkonan og Íslandsvinurinn Jessie J er orðin ófrísk eftir mikla baráttu við ófrjósemi. Tónlist 7. janúar 2023 19:14
Kvikmyndatónlist kvenna sett í sviðsljósið Laugardaginn 14.janúar verður haldinn sérstakur kvikmyndatónlistarviðburður í Bíó Paradís í samstarfi við Feminist Film Festival, Shesaid.so og Anima Productions. Tónlist 7. janúar 2023 11:00
Rapparinn Yung Nigo Drippin' með endurkomu Á miðnætti kom út platan Stjörnulífið með rapparanum Yung Nigo Drippin'. Platan markar endurkomu rapparans en hann hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu ár. Hann hefur legið undir feldi og unnið að plötunni frá árinu 2019. Lífið 6. janúar 2023 17:30
Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. Tónlist 6. janúar 2023 16:51
Avatar 2 nálgast tvo milljarða Kvikmyndin Avatar: The Way of Water eftir James Cameron halaði inn rúmum einum og hálfum milljarði dala á einungis 22 dögum í kvikmyndahúsum. Það er þrátt fyrir að myndin þyki hafa farið hægt af stað. Avatar hefur tekið fram úr Top Gun: Maverick og situr nú í tíunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, án tillits til verðbólgu. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2023 11:51
Sér sjálfan sig í öðru ljósi eftir að myndin kom út „Mér skilst að menn hafi orðið mjög hrifnir af mér svo ég fór að líta á mig öðrum augum en áður. Ég hef aldrei haft mikið álit á mér,“ segir Árni Jón Árnason, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í heimildarmyndinni Velkominn Árni. Lífið 6. janúar 2023 11:31
Lærði á gítar þegar hún festist í Indónesíu Auður Linda komst í úrslit í Sykurmolanum, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar Lífið samstarf 6. janúar 2023 08:52
Leikkona úr Nágrönnum látin Bresk-ástralska leikkonan Joan Sydney, sem lék lengi í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum, er látin, 83 ára að aldri. Lífið 6. janúar 2023 07:37
Stranger Things leikari kominn út úr skápnum Leikarinn Noah Schnapp, einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Stranger Things er kominn út úr skápnum. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2023 00:07
Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5. janúar 2023 23:08
Tólf hundruð eldri borgarar mættu á generalprufu Árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófu göngu sína í kvöld en fjórir tónleikar fara fram þetta árið. Tónleikarnir hafa verið haldnir síðan árið 1972. Hefð hefur skapast fyrir því að bjóða eldri borgurum á generalprufu tónleikanna. Tónlist 5. janúar 2023 21:54
Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 5. janúar 2023 11:34
Fay Weldon er látin Breski rithöfundurinn Fay Weldon er látin, 91 árs að aldri. Menning 5. janúar 2023 07:26
„Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. Bíó og sjónvarp 4. janúar 2023 20:12
Forsætisráðherra hafði Arnald á lokametrunum Vísir birtir hér lokauppgjör bóksölu nýliðins árs. Bókalistinn, sem byggir á sölutölum helstu bóksölustaða landsins, sýnir hvaða bækur það eru sem einkum höfða til bókaþjóðarinnar. Menning 4. janúar 2023 12:04
Lagði allt í förðunarferilinn og hefur síðan ekki litið um öxl Sunna Björk Erlingsdóttir hefur gert það gott í förðunarheiminum undanfarin ár og hefur meðal annars unnið mikið með Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar skapandi lífi. Lífið 4. janúar 2023 06:00
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. Lífið 3. janúar 2023 20:00
Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. Menning 3. janúar 2023 15:48
Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. Tónlist 3. janúar 2023 13:31
Bjarni Ben, Daníel Ágúst og Vigdís Finnboga skelltu sér í leikhús Leikritið Mátulegir var frumsýnt með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Það eru þeir Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson og Þorsteinn Bachmann sem fara með hlutverk í þessari sviðsútgáfu af dönsku Óskarsverðlaunakvikmyndinni Druk. Lífið 3. janúar 2023 11:31
„Ég sat bara aftast og var á Twitter allan tímann“ Eins og alþjóð veit var Áramótaskaupið á dagskrá Ríkisútvarpsins á gamlárskvöld en í þessum vinsælasta grínþætti árs hvers er farið yfir það spaugilega sem gerðist á síðasta ári. Lífið 3. janúar 2023 10:30
Trommari Earth, Wind & Fire látinn Hinn bandaríski Fred White, fyrrverandi trommari sveitarinnar Earth, Wind & Fire, er látinn, 67 ára að aldri. Lífið 3. janúar 2023 08:04
Sigríður Soffía Níelsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. Innlent 2. janúar 2023 17:23
Hugað að setja hjólastólasketsinn í loftið Sigurjón Kjartansson, einn framleiðenda og handritshöfunda Áramótaskaupsins, segir það hafa verið hugað hjá handritshöfundum að gera grín að stöðu fatlaðra í leikhúsheiminum í hjólastólasketsi í Skaupinu. Hann nefnir sketsinn sem einn af sínum uppáhalds. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2023 15:13
Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV. Innlent 2. janúar 2023 14:19