Í færslunni skrifar ISSI meðal annars:
„Aðeins ein taska. Aðeins einn diskur.“
„Taskan er til sölu ásamt forútgáfu plöturnar á geisladisk sem er í vinnslu hjá Glacier Mafia. Pródúserar Glacier Mafia hafa gert mörg af vinsælustu lögum síðari tíma,“ segir ISSI og á þá meðal annars við lög rapparans Gísla Pálma.

ISSI segir að það taki mikinn tíma, vinnu og pening að framleiða plötu á þessum skala. Hann hafi viljað að taskan endurspeglaði það.
„Taskan er gerð úr 100% nappa leðri sem er talið lúxus leður og er merkt með einkenninu 21. Innan í henni er svart faux suede efni sem er mjúkt og gefur töskunni lúxus fíling. Hún er síðan handsaumuð og handmáluð í London og skartar silfurlituðum málmi í takt við prentið á henni.
Platan mín 21 er svo loksins að koma út á næstu vikum. Ég og liðið mitt höfum verið að leggja inn ítarlega vinnu síðastliðna mánuði til þess að fullkomna verkefnið og er tíminn loksins að skella á.
Nú liggur platan í höndum hljóðfræðinga sem eru að púsla síðustu púslunum á réttan stað. Á meðan þeir vinna að því hef ég verið að skipuleggja útgáfutónleika í Gamla Bíó sem verða haldnir þann 20. apríl og munu þeir ekki fara framhjá neinum, það er loforð.“
Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Lognið undan storminum með ISSA frá því í fyrra:
Myndbandið fékk um níu þúsund áhorf á fyrsta klukkutímanum og virðist þetta vekja athygli.
„Það er svolítið klikkað hversu margir eru búnir að horfa á þetta. Ég er kominn með nokkur tilboð. Einn bauð 300 þúsund og nokkrir eru að spyrja hvort hægt sé að semja um verðið. Ég verð að neita því,“ segir ISSI kíminn að lokum.