Sagður vera næsti James Bond Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2024 09:40 Aaron Taylor-Johnson er næsti James Bond ef marka má breska miðla. Aldara Zarraoa/Getty Images Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið. Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum líkt og Kick-Ass og Avengers:Age of Ultron. Báðar eru ofurhetjumyndir. Þá er hann jafnframt með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraven sem væntanleg er á árinu og fjallar um samnefnt illmenni úr heimi Kóngulóarmannsins. Hann er 33 ára gamall og hefur áður sagst vera spenntur fyrir tilhugsuninni um að leika njósnarann. Daniel Craig lék njósnarann í síðustu fimm kvikmyndum. Þeirri fyrstu árið 2006, Casino Royale. Sú síðasta kom út árið 2021 og hét No Time to Die. Ljóst var eftir þá síðustu að hann myndi ekki endurtaka leikinn í hlutverki þessa frægasta njósnara í heimi. Breska Sky fréttastofan fullyrðir að boð um að leika njósnarann sé á borðinu hjá Aaron Taylor-Johnson. Verið sé að vinna að undirbúningi hans fyrstu myndar en fullyrt er að allar líkur séu á því að hann muni skrifa undir samning og taka að sér hlutverkið. Hann verður því að öllum líkindum sjöundi leikarinn til að taka að sér hlutverk Bond. Áður höfðu margir talið að breski leikarinn, hinn 51 árs gamli Idris Elba myndi hreppa hlutverkið. Hann sagði í september síðastliðinn að það kæmi hinsvegar ekki til greina, vegna ógeðfelldra ummæla á netinu um húðlit hans. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum líkt og Kick-Ass og Avengers:Age of Ultron. Báðar eru ofurhetjumyndir. Þá er hann jafnframt með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraven sem væntanleg er á árinu og fjallar um samnefnt illmenni úr heimi Kóngulóarmannsins. Hann er 33 ára gamall og hefur áður sagst vera spenntur fyrir tilhugsuninni um að leika njósnarann. Daniel Craig lék njósnarann í síðustu fimm kvikmyndum. Þeirri fyrstu árið 2006, Casino Royale. Sú síðasta kom út árið 2021 og hét No Time to Die. Ljóst var eftir þá síðustu að hann myndi ekki endurtaka leikinn í hlutverki þessa frægasta njósnara í heimi. Breska Sky fréttastofan fullyrðir að boð um að leika njósnarann sé á borðinu hjá Aaron Taylor-Johnson. Verið sé að vinna að undirbúningi hans fyrstu myndar en fullyrt er að allar líkur séu á því að hann muni skrifa undir samning og taka að sér hlutverkið. Hann verður því að öllum líkindum sjöundi leikarinn til að taka að sér hlutverk Bond. Áður höfðu margir talið að breski leikarinn, hinn 51 árs gamli Idris Elba myndi hreppa hlutverkið. Hann sagði í september síðastliðinn að það kæmi hinsvegar ekki til greina, vegna ógeðfelldra ummæla á netinu um húðlit hans.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira