Sagður vera næsti James Bond Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2024 09:40 Aaron Taylor-Johnson er næsti James Bond ef marka má breska miðla. Aldara Zarraoa/Getty Images Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið. Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum líkt og Kick-Ass og Avengers:Age of Ultron. Báðar eru ofurhetjumyndir. Þá er hann jafnframt með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraven sem væntanleg er á árinu og fjallar um samnefnt illmenni úr heimi Kóngulóarmannsins. Hann er 33 ára gamall og hefur áður sagst vera spenntur fyrir tilhugsuninni um að leika njósnarann. Daniel Craig lék njósnarann í síðustu fimm kvikmyndum. Þeirri fyrstu árið 2006, Casino Royale. Sú síðasta kom út árið 2021 og hét No Time to Die. Ljóst var eftir þá síðustu að hann myndi ekki endurtaka leikinn í hlutverki þessa frægasta njósnara í heimi. Breska Sky fréttastofan fullyrðir að boð um að leika njósnarann sé á borðinu hjá Aaron Taylor-Johnson. Verið sé að vinna að undirbúningi hans fyrstu myndar en fullyrt er að allar líkur séu á því að hann muni skrifa undir samning og taka að sér hlutverkið. Hann verður því að öllum líkindum sjöundi leikarinn til að taka að sér hlutverk Bond. Áður höfðu margir talið að breski leikarinn, hinn 51 árs gamli Idris Elba myndi hreppa hlutverkið. Hann sagði í september síðastliðinn að það kæmi hinsvegar ekki til greina, vegna ógeðfelldra ummæla á netinu um húðlit hans. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum líkt og Kick-Ass og Avengers:Age of Ultron. Báðar eru ofurhetjumyndir. Þá er hann jafnframt með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraven sem væntanleg er á árinu og fjallar um samnefnt illmenni úr heimi Kóngulóarmannsins. Hann er 33 ára gamall og hefur áður sagst vera spenntur fyrir tilhugsuninni um að leika njósnarann. Daniel Craig lék njósnarann í síðustu fimm kvikmyndum. Þeirri fyrstu árið 2006, Casino Royale. Sú síðasta kom út árið 2021 og hét No Time to Die. Ljóst var eftir þá síðustu að hann myndi ekki endurtaka leikinn í hlutverki þessa frægasta njósnara í heimi. Breska Sky fréttastofan fullyrðir að boð um að leika njósnarann sé á borðinu hjá Aaron Taylor-Johnson. Verið sé að vinna að undirbúningi hans fyrstu myndar en fullyrt er að allar líkur séu á því að hann muni skrifa undir samning og taka að sér hlutverkið. Hann verður því að öllum líkindum sjöundi leikarinn til að taka að sér hlutverk Bond. Áður höfðu margir talið að breski leikarinn, hinn 51 árs gamli Idris Elba myndi hreppa hlutverkið. Hann sagði í september síðastliðinn að það kæmi hinsvegar ekki til greina, vegna ógeðfelldra ummæla á netinu um húðlit hans.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira