Upplifðu skíðagönguævintýri og dekur á Siglufirði Skíðaganga nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og má segja að íþróttin sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga. Lífið samstarf 17. október 2023 08:30
„Velkomin á hlaðborð tækifæranna“ Fátt er íslenskara og en kótilettur í raspi og fullyrða hörðustu aðdáendur að þar sé um sannkallaðan veislumat að ræða. Í tilefni þess að samtökin Samhjálp fagna fimmtíu ára afmæli sínu mun hið árlega Kótilettukvöld bera keim af tímamótunum. Lífið 16. október 2023 17:22
Einfalt og hollt „Helgu hrökkkex“ Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri og einfaldri uppskrift afðhrökkkexi á samfélagsmiðlinum Instagram. Helgu hrökkkexið, eins og hún kallar það, aðeins níu innihaldsefni. Lífið 12. október 2023 16:13
Nýja vetrarlína Múmínálfanna mætt full af ævintýrum Moomin Arabia 2023 vetrarlínan, Sliding, er komin í verslanir. Línan verður fáanleg í takmarkaðan tíma, frá deginum í dag fram til loka mars 2024 á meðan birgðir endast. Myndasagan heldur áfram þar sem frá var horfið í vetrarlínu síðasta árs og pastellitaþemað heldur sér einnig. Lífið samstarf 6. október 2023 08:52
Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. Innlent 5. október 2023 12:53
„Bara varúð, þetta er hættulega gott“ Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af hinu sígilda döðlugotti á samfélagsmiðli sínum. Döðlugotteríið, eins og hún kallar það, inniheldur aðeins sex innihaldsefni. Lífið 4. október 2023 20:00
Spennandi nýjungar hjá Sumac Veitingastaðurinn Sumac við Laugaveg í Reykjavík kynnir þessa dagana nýja og spennandi mat- og vínseðla. Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins frá því hann opnaði árið 2017 og víst að fjölmargir reglulegir og nýir viðskiptavinir eru spenntir yfir því sjá útkomuna. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 2. október 2023 09:01
Börnin virðist ekki vita hvað „grænmetisæta“ þýðir Tuttugu prósent nemenda í sjötta bekk grunnskóla segjast vera grænmetisætur. Einungis lítill hluti þeirra borðar í raun og veru ekkert kjöt og virðast ungmenni almennt ekki þekkja skilgreiningar þess að vera grænmetisæta. Innlent 28. september 2023 20:35
Frábær nostalgíu kvöldstund með öllum lögunum sem þú elskar Tónlistarveislan Aftur í tímann hefst á Grímsborgum laugardaginn 7. október en þar fara gestir aftur í tímann til níunda áratugar síðustu aldar. Lífið samstarf 25. september 2023 11:17
Símaverinu ekki alveg lokað en forstjóri boðar breytta tíma Domino's hefur ákveðið að færa pizzapantanir nánast alfarið yfir á netið. Forstjóri fyrirtækisins segir símaverið ekki alveg á bak og burt en líkir nýrri nálgun við pöntun á flugferðum. Enn verði símaþjónusta í boði fyrir þá sem hana þurfa sérstaklega. Viðskipti innlent 23. september 2023 10:49
Ekta ítalskar panino slá í gegn í hádeginu Veitingastaðurinn Grazie Trattoria á Hverfisgötu sérhæfir sig í ítalskri matargerð og hefur stimplað sig rækilega inn í veitingaflóru borgarinnar með ekta ítölskum mat á kvöldin. Ítalskar panino samlokur eins og þær gerast bestar eru nýjasta nýtt í hádeginu. Lífið samstarf 19. september 2023 14:29
„Kjötsúpan sem börnin mín elska“ Ástrós Rut Sigurðardóttir er mörgum kunn í gegnum samfélagsmiðla sína sem og þingstörf en hún er varaþingmaður Viðreisnar. Lífið 18. september 2023 17:01
Lífræn egg frá Nesbúeggjum er fullkomin næring Nesbúegg er leiðandi í sölu á lífrænum vottuðum eggjum á landsvísu. Í tilefni af Lífræna deginum á morgun laugardag efnir Nesbúegg til ommilettu samkeppni úr lífrænum eggjum. Samstarf 15. september 2023 08:31
Tobba Marinós til liðs við Lemon Fjölmiðlakonan og frumkvöðullinn Tobba Marinósdóttir seldi nýverið Granólabarinn sem hún rak um árabil í samstarfi við móður sína, Guðbjörgu Birgis. Þær mæðgur héldu þó uppskriftunum eftir og hafa nú í samstarfi við veitingastaðinn Lemon gefið heilsudrykkjunum nýtt líf. Lífið 12. september 2023 15:34
Spænskir vindar blása um miðbæ Reykjavíkur „Besta hrósið er þegar fólk segir að það sé eins og að vera á Spáni þegar það kemur hingað inn. Allra besta hrósið er samt þegar það segir matinn smakkast betur en á Spáni, okkur þykir afar vænt um það,“ segir Dagur Pétursson Pinos, einn fimm eigenda veitingastaðarins La Barceloneta í Templarasundi 3. Lífið samstarf 12. september 2023 14:37
Gjörunnin matvæli í lagi stöku sinnum Næringafræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum, sem oft eru markaðssett sem heilsuvara. Það sé vissulega betra að borða minna unninn mat - en borði fólk einnig næringarríkt fæði á móti sé ekkert að óttast. Innlent 9. september 2023 20:31
Heitustu trendin í haust Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum. Lífið 4. september 2023 07:00
Fóru til Buffalo og hrepptu gull í risavaxinni vængjakeppni Þeir Lýður Vignisson og Justin Shouse sem reka vængjastaðinn Just Wingin' It hrepptu gullverðlaun í vængjakeppni í Buffalo í Bandaríkjunum um helgina. „Við erum bara á bleiku skýi enn þá,“ segir Lýður. Lífið 3. september 2023 22:33
Hamborgarakeðjur í hremmingum Dómsmál hefur verið höfðað í Bandaríkjunum gegn hamborgarakeðjunni Burger King fyrir að sýna hamborgara í auglýsingum sem eru miklu stærri og girnilegri en þeir sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar til að seðja hungur sitt. Erlent 3. september 2023 14:31
Hugmyndir að hollu nesti Anna Eiríksdóttir deildarstjóri hjá Hreyfingu er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að hollu matarræði. Það var því auðsótt að leita ráða hjá henni þegar kemur að hollu nesti nú þegar skólarnir hafa hafið göngu sína á ný. Lífið 30. ágúst 2023 13:20
Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. Neytendur 28. ágúst 2023 15:27
Innnes kaupir Djúpalón Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innnes. Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda. Engum verður sagt upp við sameininguna. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 17:18
KitchenAid með lyftiskál– fullkomin fyrir afkastamikla matgæðinga Allir ættu að kannast við KitchenAid hrærivélarnar en þær hafa verið tryggir aðstoðarkokkar í eldhúsum um allan heim í meira en öld. KitchenAid hafa lengi framleitt bæði hrærivélar fyrir heimaeldhús sem og atvinnueldhús en hafa nú sameinað krafta hvoru tveggja í eina vél. Lífið samstarf 24. ágúst 2023 09:08
Er kaffið á kaffistofunni ykkar sjálfbært? Sjálfbærni er margnotað hugtak á okkar tímum og mikilvægt að inntak þess varðveitist. Í raun er lykilhlutverk fyrirtækja, óháð stærð og umfangi rekstrar, að stefna að sjálfbærni í bæði rekstri og framleiðslu svo starfsemin hafi sem minnst áhrif á umhverfið. Samstarf 23. ágúst 2023 09:22
BBQ kóngurinn: „Sóðaleg“ kartafla með nóg af osti Í síðasta þætti af BBQ kónginum grillar Alfreð Fannar kartöflu með bjór-ostasósu. Matur 21. ágúst 2023 15:15
Mikilvægt að gera almennilegar ískúlur og vera ekki dónalegur Systkinin Jökull og Lóa verða með ísbúð í miðbænum á menningarnótt þriðja árið í röð. Krakkana dreymdi um að verða íssalar og slógu til fyrir tveimur árum. Íssalan verður metnaðarfyllri með hverju árinu. Lífið 19. ágúst 2023 07:00
Fjögurra tíma bið og starfsfólkið „draugarnir af sjálfu sér“ Forstjóri Domino's segir að dagurinn í gær, þegar boðið var upp á þrjátíu ára gamalt verð á pítsum, hafi verið langstærsti dagur fyrirtækisins. Magn pantana hafi verið tvöfalt meira en á stærsta deginum fram að þrjátíu ára afmælinu í gær. Bylgjunni fylgdi auðvitað mikil bið og eru dæmi um að viðskiptavinir hafi þurft að bíða í nokkrar klukkustundir eftir því að pítsan þeirra yrði tilbúin. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 15:06
Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 08:44
Leiðréttir uppskrift að súpunni frægu: Ekki 120 grömm hvítlauk heldur 15 Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fundið sig knúna til þess að leiðrétta uppskrift að Davíkursúpunni frægu sem birt var opinberlega um helgina. Upphafleg uppskrift hljóðaði upp á áttfalt meiri hvítlauk en æskilegt er. Lífið 16. ágúst 2023 20:35
Anna ekki eftirspurn og loka Domino‘s á Íslandi hefur neyðst til þess að loka fyrir pantanir eftir að neytendur pöntuðu pitsur á þrjátíu ára gömlu verði í meira mæli en búist var við. Viðskipti innlent 16. ágúst 2023 18:58