Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „bögg­les“

Mikill meiri­hluti lands­manna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Bögg­les.“ Minni­hluti notar enskan fram­burð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti lands­manna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórn­mála­fræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn.

Lífið
Fréttamynd

Kramdist undir osti í tonna­vís og lést

Ítalskur maður lét lífið á sunnudag eftir að hafa lent undir fjalli af fjörutíu kílóa þungum hjólum af grana padano osti þegar hilla í vöruhúsi í bænum Romano di Lombardia gaf eftir.

Erlent
Fréttamynd

Hætti fljótt við um­deilt þjónustu­gjald

Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi.

Neytendur
Fréttamynd

Æfir yfir Önnu Frank-ham­borgara og Adolfs-frönskum

Skyndibitastaðurinn Honky Donky Diner í Rafaela-borg Argentínu sætir nú mikillar reiði vegna rétta sem finna mátti á matseðli staðarins. Um er að ræða hamborgara sem kenndur er við Önnu Frank, stúlku sem fórst í helförinni, og franskar kartöflur nefndar Adolf og vísa til nasistaleiðtogans Adolfs Hitler.

Matur
Fréttamynd

Vegan borgarar Aktu taktu aftur orðnir vegan

Vegan borgari Aktu taktu var um tíma ekki vegan eftir að staðnum barst vitlaus sending. Áhyggjufullur viðskiptavinur vakti athygli á málinu og voru vegan borgararnir teknir úr sölu. Framkvæmdastjóri Aktu taktu segir að búið sé að kippa málinu í lag.

Neytendur
Fréttamynd

Upp­skrift að bleiku Bar­bie pasta

Barbie myndin og bleiki liturinn sem henni fylgir nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Æðið teygir anga sína víðar en hvað fatatísku varðar því bleiki liturinn er farinn að láta sjá sig í hinum ýmsu mataruppskriftum. 

Lífið
Fréttamynd

„Ekki amalegt að fá að elda fyrir Gordon Ramsay!“

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Íslandi þessa stundina, eins og oft áður. Hann var gestur á veitingastaðnum í Þrastalundi í gær en þetta er annað árið í röð sem hann snæðir þar. Ásamt honum var leikarinn Max Beesley.

Lífið
Fréttamynd

Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka

Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði.

Lífið
Fréttamynd

Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay var ó­væntur gestur á veitinga­staðnum OTO á Hverfis­götu í gær­kvöldi. Eig­andinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.

Lífið
Fréttamynd

Maturinn kláraðist á fyrri degi Götu­bita­há­tíðar

Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. 

Matur
Fréttamynd

Ætlar að vakna eld­­snemma til að baka extra af pizzu og snúðum

Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni.

Lífið
Fréttamynd

Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli

Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum.

Lífið
Fréttamynd

Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum

Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn

Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum.

Lífið
Fréttamynd

Mara­bou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins.

Neytendur