Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:01 Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar, segir gæðin batna með hverri sendingu. Von er á stóru kössunum eftir helgi. Vísir/Einar Minna magn af klementínum er flutt til landsins og gæðin eru verri vegna náttúruhamfara á Spáni. Forstöðumaður innkaupa hjá Krónunni segir eðlilegt að landsmenn furði sig á klementínuskorti, enda sé ávöxturinn partur af jólunum. Margir hafa eflaust orðið varir við að mandarínurnar eru mun seinna á ferðinni nú en áður og þær fást bara í litlum kössum. Það er von á stóru kössunum eftir helgi en í mun minna magni en áður. „Þetta er búið að vera erfitt í ár. Þessir atburðir í Valencia á Spáni, þessar miklu rigningar og flóð, settu allt á annan endann á síðustu vikum,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar. „Við erum að fá klementínurnar frá Spáni á þessum tíma árs, frá október fram í febrúar. Sextíu prósent af framleiðslu Spánar kemur frá þessu héraði.“ Gæðin að batna Flóðin riðu yfir í lok október, yfir tvö hundruð létust og þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. Hamfarirnar hafa haft áhrif á gæði ávaxtanna. „Rakinn gerir ávextinum ekki gott en við finnum að gæðin sem voru að koma í hús í morgun eru betri en í síðustu viku.“ Þjófstart fyrir jólin Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í byrjun nóvembermánaðar. Fram kom í fréttum í gær að einungis sé von á fjórðungi venjulegs magns frá framleiðandanum Robin til landsins og gæti því orðið klementínuskortur fyrir jólin. Það er rótgróin jólahefð hjá Íslendingum að borða klementínur um jólin.Vísir/Einar „Okkar birgjar hafa fullvissað okkur um að Krónan fái allt það magn af klementínum sem við höfðum áætlað frá og með næstu viku,“ segir Bjarni. Viðskiptavinir hafi furðað sig á hvers vegna ávöxturinn fáist ekki. „Það er bara eðlilegt. Þetta er sá tími sem klementínurnar eru á borðum okkar. Þetta er svona smá þjófstart fyrir jólin.“ Neytendur Jól Matur Spánn Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Margir hafa eflaust orðið varir við að mandarínurnar eru mun seinna á ferðinni nú en áður og þær fást bara í litlum kössum. Það er von á stóru kössunum eftir helgi en í mun minna magni en áður. „Þetta er búið að vera erfitt í ár. Þessir atburðir í Valencia á Spáni, þessar miklu rigningar og flóð, settu allt á annan endann á síðustu vikum,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar. „Við erum að fá klementínurnar frá Spáni á þessum tíma árs, frá október fram í febrúar. Sextíu prósent af framleiðslu Spánar kemur frá þessu héraði.“ Gæðin að batna Flóðin riðu yfir í lok október, yfir tvö hundruð létust og þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. Hamfarirnar hafa haft áhrif á gæði ávaxtanna. „Rakinn gerir ávextinum ekki gott en við finnum að gæðin sem voru að koma í hús í morgun eru betri en í síðustu viku.“ Þjófstart fyrir jólin Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í byrjun nóvembermánaðar. Fram kom í fréttum í gær að einungis sé von á fjórðungi venjulegs magns frá framleiðandanum Robin til landsins og gæti því orðið klementínuskortur fyrir jólin. Það er rótgróin jólahefð hjá Íslendingum að borða klementínur um jólin.Vísir/Einar „Okkar birgjar hafa fullvissað okkur um að Krónan fái allt það magn af klementínum sem við höfðum áætlað frá og með næstu viku,“ segir Bjarni. Viðskiptavinir hafi furðað sig á hvers vegna ávöxturinn fáist ekki. „Það er bara eðlilegt. Þetta er sá tími sem klementínurnar eru á borðum okkar. Þetta er svona smá þjófstart fyrir jólin.“
Neytendur Jól Matur Spánn Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50
Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41
Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06