Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2024 20:06 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðtertur með skinkusalati, mútur og brjálaðir verkfræðingar voru meðal annars til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar, sem fór fram á Selfossi. Haustfundurinn, sem haldinn var á Hótel Selfossi í vikunni var mjög fjölsóttur en fjögur fróðleg erindi voru haldin á fundinum, auk þess sem nokkrir gestir mættu í sófaspjall. Fundarstjóri dagsins, Úlfar Linnet byrjaði á því að tala um brauðtertur en fundurinn var í beinu streymi. „Ég veit að þið hefðuð viljað vera með okkur hér í dag og þess vegna er sérstaklega sárt að þurfa að færa ykkur þær slæmu fregnir að þið munið missa af brauðtertu með skinkusalati, sem verður borin fram hérna á eftir. Nú spyr sjálfsagt einhver af hverju þetta var ekki auglýst en það var vegna þess að Ölfusárbrúin er gömul og hefði ekki ráðið við umferðina,” sagði Úlfar og uppskar mikinn hlátur. Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun, sem var fundarstjóri dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo kom fram spurning í sófaspjalli um mútur til Landsvirkjunar í starfi og stuðningi fyrirtækisins til samfélagsins, hvort slíkt væri í gangi eða ekki? „Já, ég get bara byrjað til að taka allan vafa um það ef að spurning er hvort Landsvirkjun greiði mútur eða beri fé á fólk þá gerum við það ekki. Við erum bara fyrirtæki eins og hvert annað fyrirtæki. Við höfum okkar eiganda og skilum okkar arði til hans,” sagði Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, sem svaraði spurningunni um mútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásbjörg Kristinsdóttir hjá Landsvirkjun sagði frá mörgum spennandi verkefnum hjá fyrirtækinu í dag og næstu árin og nefndi í því sambandi brjálaða verkfræðinga „Það er sannarlega magnað fyrir okkur brjáluðu verkfræðingana, áhugafólk um framkvæmdir að upplifa þessa tíma,” sagði Ásbjörg meðal annars. Ásbjörg Kristinsdóttir framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, sem nefndi brjáluðu verkfræðingana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðterturnar slógu heldur betur í gegn hjá fundarmönnum á haustfundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingarnir Guðjón Sigfússon og Arna Ýr Gunnarsdóttir, sem sóttu haustfund Landsvirkjunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra ávarpaði fundinn og sat fyrir svörum í sófaspjalli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landsvirkjun Brauðtertur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Haustfundurinn, sem haldinn var á Hótel Selfossi í vikunni var mjög fjölsóttur en fjögur fróðleg erindi voru haldin á fundinum, auk þess sem nokkrir gestir mættu í sófaspjall. Fundarstjóri dagsins, Úlfar Linnet byrjaði á því að tala um brauðtertur en fundurinn var í beinu streymi. „Ég veit að þið hefðuð viljað vera með okkur hér í dag og þess vegna er sérstaklega sárt að þurfa að færa ykkur þær slæmu fregnir að þið munið missa af brauðtertu með skinkusalati, sem verður borin fram hérna á eftir. Nú spyr sjálfsagt einhver af hverju þetta var ekki auglýst en það var vegna þess að Ölfusárbrúin er gömul og hefði ekki ráðið við umferðina,” sagði Úlfar og uppskar mikinn hlátur. Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun, sem var fundarstjóri dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo kom fram spurning í sófaspjalli um mútur til Landsvirkjunar í starfi og stuðningi fyrirtækisins til samfélagsins, hvort slíkt væri í gangi eða ekki? „Já, ég get bara byrjað til að taka allan vafa um það ef að spurning er hvort Landsvirkjun greiði mútur eða beri fé á fólk þá gerum við það ekki. Við erum bara fyrirtæki eins og hvert annað fyrirtæki. Við höfum okkar eiganda og skilum okkar arði til hans,” sagði Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, sem svaraði spurningunni um mútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásbjörg Kristinsdóttir hjá Landsvirkjun sagði frá mörgum spennandi verkefnum hjá fyrirtækinu í dag og næstu árin og nefndi í því sambandi brjálaða verkfræðinga „Það er sannarlega magnað fyrir okkur brjáluðu verkfræðingana, áhugafólk um framkvæmdir að upplifa þessa tíma,” sagði Ásbjörg meðal annars. Ásbjörg Kristinsdóttir framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, sem nefndi brjáluðu verkfræðingana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðterturnar slógu heldur betur í gegn hjá fundarmönnum á haustfundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingarnir Guðjón Sigfússon og Arna Ýr Gunnarsdóttir, sem sóttu haustfund Landsvirkjunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra ávarpaði fundinn og sat fyrir svörum í sófaspjalli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landsvirkjun Brauðtertur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira