Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. desember 2024 22:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að búast megi við víðtækum vöruhækkunum eftir áramót. Stöð 2 Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“ Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“
Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55