Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

„Vel­komin á hlað­­borð tæki­­færanna“

Fátt er íslenskara og en kótilettur í raspi og fullyrða hörðustu aðdáendur að þar sé um sannkallaðan veislumat að ræða. Í tilefni þess að samtökin Samhjálp fagna fimmtíu ára afmæli sínu mun hið árlega Kótilettukvöld bera keim af tímamótunum. 

Lífið
Fréttamynd

Einfalt og hollt „Helgu hrökkkex“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri og einfaldri uppskrift afðhrökkkexi á samfélagsmiðlinum Instagram. Helgu hrökkkexið, eins og hún kallar það, aðeins níu innihaldsefni. 

Lífið
Fréttamynd

Nýja vetrarlína Múmínálfanna mætt full af ævintýrum

Moomin Arabia 2023 vetrarlínan, Sliding, er komin í verslanir. Línan verður fáanleg í takmarkaðan tíma, frá deginum í dag fram til loka mars 2024 á meðan birgðir endast. Myndasagan heldur áfram þar sem frá var horfið í vetrarlínu síðasta árs og pastellitaþemað heldur sér einnig.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Bara varúð, þetta er hættulega gott“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af hinu sígilda döðlugotti á samfélagsmiðli sínum. Döðlugotteríið, eins og hún kallar það, inniheldur aðeins sex innihaldsefni.

Lífið
Fréttamynd

Spennandi nýjungar hjá Sumac

Veitingastaðurinn Sumac við Laugaveg í Reykjavík kynnir þessa dagana nýja og spennandi mat- og vínseðla. Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins frá því hann opnaði árið 2017 og víst að fjölmargir reglulegir og nýir viðskiptavinir eru spenntir yfir því sjá útkomuna. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ekta ítalskar panino slá í gegn í hádeginu

Veitingastaðurinn Grazie Trattoria á Hverfisgötu sérhæfir sig í ítalskri matargerð og hefur stimplað sig rækilega inn í veitingaflóru borgarinnar með ekta ítölskum mat á kvöldin. Ítalskar panino samlokur eins og þær gerast bestar eru nýjasta nýtt í hádeginu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Tobba Marinós til liðs við Lemon

Fjölmiðlakonan og frumkvöðullinn Tobba Marinósdóttir seldi nýverið Granólabarinn sem hún rak um árabil í samstarfi við móður sína, Guðbjörgu Birgis. Þær mæðgur héldu þó uppskriftunum eftir og hafa nú í samstarfi við veitingastaðinn Lemon gefið heilsudrykkjunum nýtt líf. 

Lífið
Fréttamynd

Spænskir vindar blása um miðbæ Reykjavíkur

„Besta hrósið er þegar fólk segir að það sé eins og að vera á Spáni þegar það kemur hingað inn. Allra besta hrósið er samt þegar það segir matinn smakkast betur en á Spáni, okkur þykir afar vænt um það,“ segir Dagur Pétursson Pinos, einn fimm eigenda veitingastaðarins La Barceloneta í Templarasundi 3.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gjörunnin matvæli í lagi stöku sinnum

Næringafræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum, sem oft eru markaðssett sem heilsuvara. Það sé vissulega betra að borða minna unninn mat - en borði fólk einnig næringarríkt fæði á móti sé ekkert að óttast.

Innlent
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum.

Lífið
Fréttamynd

Hamborgarakeðjur í hremmingum

Dómsmál hefur verið höfðað í Bandaríkjunum gegn hamborgarakeðjunni Burger King fyrir að sýna hamborgara í auglýsingum sem eru miklu stærri og girnilegri en þeir sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar til að seðja hungur sitt.

Erlent
Fréttamynd

Hug­­myndir að hollu nesti

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri hjá Hreyfingu er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að hollu matarræði. Það var því auðsótt að leita ráða hjá henni þegar kemur að hollu nesti nú þegar skólarnir hafa hafið göngu sína á ný.

Lífið
Fréttamynd

Innnes kaupir Djúpalón

Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innnes. Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda. Engum verður sagt upp við sameininguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er kaffið á kaffi­stofunni ykkar sjálf­bært?

Sjálfbærni er margnotað hugtak á okkar tímum og mikilvægt að inntak þess varðveitist. Í raun er lykilhlutverk fyrirtækja, óháð stærð og umfangi rekstrar, að stefna að sjálfbærni í bæði rekstri og framleiðslu svo starfsemin hafi sem minnst áhrif á umhverfið.

Samstarf
Fréttamynd

Fjögurra tíma bið og starfs­fólkið „draugarnir af sjálfu sér“

Forstjóri Domino's segir að dagurinn í gær, þegar boðið var upp á þrjátíu ára gamalt verð á pítsum, hafi verið langstærsti dagur fyrirtækisins. Magn pantana hafi verið tvöfalt meira en á stærsta deginum fram að þrjátíu ára afmælinu í gær. Bylgjunni fylgdi auðvitað mikil bið og eru dæmi um að viðskiptavinir hafi þurft að bíða í nokkrar klukkustundir eftir því að pítsan þeirra yrði tilbúin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metdagur í pizzasölu hjá Domino's

Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær.

Viðskipti innlent