30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 19:38 Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ. Vísir/einar Um 30 ætlaðir þolendur mansals Quang Lé búa nú við mikla óvissu þegar einungis nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfa þeirra hér á landi. Sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum segir mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira