Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. janúar 2025 11:53 Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson eru tveir af stofnendum Humble, sem áður bar heitið Leifur Arnar. Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt. Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson, tveir af stofnendum forritsins Humble, ræddu um forritið í Bítinu á Bylgjunni. „Við erum að hjálpa smásölum og heildsölum að koma þessum vörum út, sem eru kannski á síðasta snúning. Frábærar í dag en ekki jafn góðar á morgun. Bakarí og sushistaðir hafa verið mjög duglegir að setja inn vörur. Þetta eru svona tækifæriskaup,“ segir Hlynur Rafn. Sótt eða sent Steinn Arnar segir að kapp sé lagt á að tryggja gæði vörunnar og að notendur forritsins hafi aðeins haft góða sögu að segja. Mörg fyrirtæki nýti sér þjónustu Humble. „Meginþorri heildsala hefur verið að prófa sig áfram með okkur og er núna vonandi að fara að keyra þetta af stað. Við bjóðum í raun upp á tvenns konar þjónustu. Sóttar vörur, þar sem þú sækir þetta til veitingastaðarins, og hins vegar sendar vörur. Þá setur þú bara í körfu, pantar, og við sjáum síðan um það með okkar dreifingaraðilum að sækja til heildsala, taka saman pantanir og senda til ykkar,“ segir Steinn. Afsláttur af heildsöluverði Aðspurður segir Steinn að afslátturinn sem fáist sé alla jafna frekar hár. „Við erum yfirleitt að tala um allavega 30 prósent afslátt. Ef þetta er vara sem á mjög mikinn líftíma eftir þá held ég að það lægsta sem við höfum verið með sé í kringum 25 prósent,“ segir Steinn. Mesti afslátturinn hafi verið 87 prósent. Hlynur nefnir að oftast sé um að ræða afslátt af heildsöluverði. „Það er hægt að bera þetta saman við vörur sem þú færð í Krónunni, Bónus eða Costco. Þetta er á töluvert betra verði.“ Pössuðu áður upp á Leif Arnar Forritið hét áður Leifur Arnar, þar sem markmiðið var að passa upp á leifarnar. Eftir að hafa rætt við fólk í bransanum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra sem opnaði á mögulega sókn út fyrir landsteinana. Hlusta má á viðtal við þá Hlyn og Stein í spilaranum hér að ofan. Neytendur Matur Matvöruverslun Bítið Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson, tveir af stofnendum forritsins Humble, ræddu um forritið í Bítinu á Bylgjunni. „Við erum að hjálpa smásölum og heildsölum að koma þessum vörum út, sem eru kannski á síðasta snúning. Frábærar í dag en ekki jafn góðar á morgun. Bakarí og sushistaðir hafa verið mjög duglegir að setja inn vörur. Þetta eru svona tækifæriskaup,“ segir Hlynur Rafn. Sótt eða sent Steinn Arnar segir að kapp sé lagt á að tryggja gæði vörunnar og að notendur forritsins hafi aðeins haft góða sögu að segja. Mörg fyrirtæki nýti sér þjónustu Humble. „Meginþorri heildsala hefur verið að prófa sig áfram með okkur og er núna vonandi að fara að keyra þetta af stað. Við bjóðum í raun upp á tvenns konar þjónustu. Sóttar vörur, þar sem þú sækir þetta til veitingastaðarins, og hins vegar sendar vörur. Þá setur þú bara í körfu, pantar, og við sjáum síðan um það með okkar dreifingaraðilum að sækja til heildsala, taka saman pantanir og senda til ykkar,“ segir Steinn. Afsláttur af heildsöluverði Aðspurður segir Steinn að afslátturinn sem fáist sé alla jafna frekar hár. „Við erum yfirleitt að tala um allavega 30 prósent afslátt. Ef þetta er vara sem á mjög mikinn líftíma eftir þá held ég að það lægsta sem við höfum verið með sé í kringum 25 prósent,“ segir Steinn. Mesti afslátturinn hafi verið 87 prósent. Hlynur nefnir að oftast sé um að ræða afslátt af heildsöluverði. „Það er hægt að bera þetta saman við vörur sem þú færð í Krónunni, Bónus eða Costco. Þetta er á töluvert betra verði.“ Pössuðu áður upp á Leif Arnar Forritið hét áður Leifur Arnar, þar sem markmiðið var að passa upp á leifarnar. Eftir að hafa rætt við fólk í bransanum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra sem opnaði á mögulega sókn út fyrir landsteinana. Hlusta má á viðtal við þá Hlyn og Stein í spilaranum hér að ofan.
Neytendur Matur Matvöruverslun Bítið Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira