Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi La Barceloneta 18. desember 2024 14:25 Spænski veitingastaðurinn La Barceloneta er staðsettur í hjarta Reykjavíkur og býður upp á úrval klassískra katalónskra rétta á borð við paellur og tapas. Staðurinn er innblásin af veitingastöðunum í Barceloneta, gamla fiskimannahverfinu við ströndina í Barcelona. Fyrr í þessum mánuði hlaut spænski veitingastaðurinn La Barceloneta viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum þess efnis að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta spænskt gæða hráefni sem hægt er að rekja til heimalandsins. La Barceloneta hélt upp á eins árs afmæli sitt í júlí á þessu ári. La Barceloneta er því fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi en hann er staðsettur í hjarta Reykjavíkur, í Templarasundi 3, og býður upp á úrval klassískra katalónskra rétta á borð við paellur og tapas en staðurinn er innblásin af veitingastöðunum í Barceloneta, gamla fiskimannahverfinu við ströndina í Barcelona. „Við erum mjög stolt og ánægð með þessa viðurkenningu,“ segir Dagur Pétursson, einn af fimm eigendum La Barceloneta. Hluti eigenda La Barceloneta tók við viðurkenningunni frá spænskum stjórnvöldum. Dagur Pétursson er fyrir miðri mynd. Hún sýnir að við erum alvöru spænskur veitingastaður utan Spánar og er mikill gæðastimpill, ekki bara fyrir okkur sjálf og viðskiptavini okkar, heldur líka ýmsa samstarfsaðila á borð við matarhátíðina Food and fun sem verður haldin í mars á næsta ári eða aðra menningartengda viðburði því nú njótum við stuðnings frá spænskum yfirvöldum.“ Það krefst mikillar vinnu að fá slíka viðurkenningu að sögn Dags. „Ferlið tók um hálft ár og við þurftum að framvísa alls konar gögnum eins og lista yfir þau hráefni sem við notum og þá sérstaklega lykilhráefni eins og ólífuolía, kvittanir, matseðilinn, myndir af réttunum, uppskriftarbókina og upplýsingar um bakgrunn starfsfólks og eigenda svo það helsta sé talið upp. Það kemst ekki hver sem er í gegnum þetta nálarauga.“ Nú er búið að festa þar til gerðan viðurkenningarskjöld á framhlið hússins auk þess sem nafn veitingastaðarins er komið á vef yfir viðurkennda spænska veitingastaði um allan heim. Eigendur La Barceloneta fyrir framan veitingahúsið. Frá vinstri eru eigendurnir Dagur Pétursson, Zoe Sarsanedas, Albert Muñoz, Pedro López, Elma Backman og Daniel Crespo, chef de partie. Veitingastaðurinn er í eigu tveggja hjóna sem eru hálf íslensk og hálf spænsk en fimmti eigandinn er Pedro sem ræður ríkjum í eldhúsinu. „Við eigum það öll sameiginlegt að brenna fyrir spænskri matargerð og viljum breiða út boðskap paellunnar, sögunnar og menningarinnar frá fiskimannahverfinu í La Barceloneta. Pedro er ekta Spánverji og matreiðslumeistari af Guðs náð. Hann býr yfir nærri 40 ára reynslu af spænskri matargerð og hefur m.a. átt tvo veitingastaði í Torrevieja. Pedro er ekta Spánverji og matreiðslumeistari af Guðs náð. Hann getur útbúið sex paellur á sama tíma meðan hann dansar eins og rokkstjarna yfir pönnunum. Það er unun að fylgjast með honum í eldhúsinu en hann getur útbúið sex paellur á sama tíma meðan hann dansar eins og rokkstjarna yfir pönnunum.“ Og matseðillinn, maður lifandi! Paella réttirnir líta ótrúlega spennandi út þar sem leikið er með ólík hráefni á borð við leturhumar, risarækjur, kjúkling, blekfisk, krækling, smokkfisk og þorsk. Tapas réttirnir eru ekki síðri en þar má finna ljúffengt hráefni eins og kolkrabba á galískan máta, djúpsteiktan smokkfisk, bravas kartöflur, spænska eggjaköku, risarækjur í hvítlauk, krókettur og ofnsteikt reykt grænmeti. „Hver paella réttur er fyrir tvo þannig að það er tilvalið að blanda saman paella og nokkrum tapas réttum og deila saman. Þannig fæst alvöru spænsk matarsprengja og gleði sem mun vara í marga daga.“ Dagana 25. – 26. desember verður boðið upp á sérstakan jólamatseðil. „Ég vil hvetja áhugasama til að panta sem fyrst og njóta ekta spænskra jólarétta. Það er einnig hægt að panta jólaseðilinn fyrir einkahópa og aðra viðburði eins og starfsmannagleði hjá fyrirtækjum. Allir pantanir fyrir jólaseðilinn þurfa að fara í gegnum um bókunarkerfið okkar.“ Matur Veitingastaðir Spánn Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
La Barceloneta hélt upp á eins árs afmæli sitt í júlí á þessu ári. La Barceloneta er því fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi en hann er staðsettur í hjarta Reykjavíkur, í Templarasundi 3, og býður upp á úrval klassískra katalónskra rétta á borð við paellur og tapas en staðurinn er innblásin af veitingastöðunum í Barceloneta, gamla fiskimannahverfinu við ströndina í Barcelona. „Við erum mjög stolt og ánægð með þessa viðurkenningu,“ segir Dagur Pétursson, einn af fimm eigendum La Barceloneta. Hluti eigenda La Barceloneta tók við viðurkenningunni frá spænskum stjórnvöldum. Dagur Pétursson er fyrir miðri mynd. Hún sýnir að við erum alvöru spænskur veitingastaður utan Spánar og er mikill gæðastimpill, ekki bara fyrir okkur sjálf og viðskiptavini okkar, heldur líka ýmsa samstarfsaðila á borð við matarhátíðina Food and fun sem verður haldin í mars á næsta ári eða aðra menningartengda viðburði því nú njótum við stuðnings frá spænskum yfirvöldum.“ Það krefst mikillar vinnu að fá slíka viðurkenningu að sögn Dags. „Ferlið tók um hálft ár og við þurftum að framvísa alls konar gögnum eins og lista yfir þau hráefni sem við notum og þá sérstaklega lykilhráefni eins og ólífuolía, kvittanir, matseðilinn, myndir af réttunum, uppskriftarbókina og upplýsingar um bakgrunn starfsfólks og eigenda svo það helsta sé talið upp. Það kemst ekki hver sem er í gegnum þetta nálarauga.“ Nú er búið að festa þar til gerðan viðurkenningarskjöld á framhlið hússins auk þess sem nafn veitingastaðarins er komið á vef yfir viðurkennda spænska veitingastaði um allan heim. Eigendur La Barceloneta fyrir framan veitingahúsið. Frá vinstri eru eigendurnir Dagur Pétursson, Zoe Sarsanedas, Albert Muñoz, Pedro López, Elma Backman og Daniel Crespo, chef de partie. Veitingastaðurinn er í eigu tveggja hjóna sem eru hálf íslensk og hálf spænsk en fimmti eigandinn er Pedro sem ræður ríkjum í eldhúsinu. „Við eigum það öll sameiginlegt að brenna fyrir spænskri matargerð og viljum breiða út boðskap paellunnar, sögunnar og menningarinnar frá fiskimannahverfinu í La Barceloneta. Pedro er ekta Spánverji og matreiðslumeistari af Guðs náð. Hann býr yfir nærri 40 ára reynslu af spænskri matargerð og hefur m.a. átt tvo veitingastaði í Torrevieja. Pedro er ekta Spánverji og matreiðslumeistari af Guðs náð. Hann getur útbúið sex paellur á sama tíma meðan hann dansar eins og rokkstjarna yfir pönnunum. Það er unun að fylgjast með honum í eldhúsinu en hann getur útbúið sex paellur á sama tíma meðan hann dansar eins og rokkstjarna yfir pönnunum.“ Og matseðillinn, maður lifandi! Paella réttirnir líta ótrúlega spennandi út þar sem leikið er með ólík hráefni á borð við leturhumar, risarækjur, kjúkling, blekfisk, krækling, smokkfisk og þorsk. Tapas réttirnir eru ekki síðri en þar má finna ljúffengt hráefni eins og kolkrabba á galískan máta, djúpsteiktan smokkfisk, bravas kartöflur, spænska eggjaköku, risarækjur í hvítlauk, krókettur og ofnsteikt reykt grænmeti. „Hver paella réttur er fyrir tvo þannig að það er tilvalið að blanda saman paella og nokkrum tapas réttum og deila saman. Þannig fæst alvöru spænsk matarsprengja og gleði sem mun vara í marga daga.“ Dagana 25. – 26. desember verður boðið upp á sérstakan jólamatseðil. „Ég vil hvetja áhugasama til að panta sem fyrst og njóta ekta spænskra jólarétta. Það er einnig hægt að panta jólaseðilinn fyrir einkahópa og aðra viðburði eins og starfsmannagleði hjá fyrirtækjum. Allir pantanir fyrir jólaseðilinn þurfa að fara í gegnum um bókunarkerfið okkar.“
Matur Veitingastaðir Spánn Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira