Loka Ísbúð Brynju í Lóuhólum Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Staðsetningin hentaði ekki nægilega vel en önnur ísbúð keðjunnar er staðsett ansi nálægt Lóuhólum. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar segir reksturinn á Akureyri og í Kópavogi alltaf ganga jafn vel. Viðskipti innlent 7. september 2022 14:37
Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. Viðskipti innlent 7. september 2022 11:29
Fyrsta borgin til að banna kjötauglýsingar Borgin Haarlem í Hollandi hefur ákveðið að bannað auglýsingar á kjötvörum í almannarýmum. Borgin er sú fyrsta í heiminum til að banna auglýsingarnar. Viðskipti erlent 6. september 2022 15:05
Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Erlent 6. september 2022 10:48
Umræða um breytingu á nafni múffa ekki tengd bakarameisturum Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir að það hafi lengi verið uppi hugmynd um að breyta nafni kynlífstæki karla sem kallast múffa. Þó sé ruglingur við bakkelsið ekki ástæðan fyrir þeirri pælingu. Lífið 30. ágúst 2022 18:09
Svona panta Akureyringar kvöldmat frá veitingastað í Reykjavík Íbúar á Akureyri hafa tekið upp á því að panta heitan kvöldmat alla leið frá veitingastað í Reykjavík, en hvernig getur það gengið upp? Fréttastofa komst að því. Neytendur 28. ágúst 2022 07:01
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. Neytendur 25. ágúst 2022 13:01
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. Neytendur 24. ágúst 2022 14:17
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 13:09
Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 08:50
Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir. Lífið 22. ágúst 2022 15:18
Biðja um leyfi stjórnvalda til að hækka verð á núðlum Fimm af stærstu núðluframleiðendum Taílands hafa óskað eftir því að fá að hækka verðið á skyndinúðlum sínum. Verðið á núðlunum þar í landi hefur ekki hækkað í fjórtán ár. Viðskipti erlent 17. ágúst 2022 12:55
Skærin sett í frost Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson hefur sett skærin í frost í bili eftir að hafa tekið að sér nýtt verkefni við að hanna og reka veitingastaðinn Black Dragon Rvk við Hafnartorg. Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson koma til með að standa vaktina í eldhúsinu. Lífið 15. ágúst 2022 15:30
„Við skulum gleyma því að þetta hafi gerst“ Í nýjasta þætti Get ég eldað? tekur Helgi Jean á móti Hafdísi Huld söngkonu. Þau fóru saman í Nettó og versluðu í fyllta tómata með kúrbít. Lífið samstarf 9. ágúst 2022 10:10
Vægasti skammtur melatóníns verði ekki lyfseðilsskyldur Melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag verður ekki lengur flokkað sem lyf heldur fæðubótarefni samkvæmt svari Lyfjastofnunar við álitsbeiðni Matvælastofnunar (MAST). Melatónín í hærri styrk en það verður áfram flokkað sem lyf. Innlent 8. ágúst 2022 17:30
Vörur Örnu í Bolungarvík til Bandaríkjanna Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík gerir það nú gott því útflutningur á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna er hafinn á fullum krafti. Um er að ræða skyr og gríska jógúrt til að byrja með. Viðskipti innlent 7. ágúst 2022 13:32
Garðabær semur við Matartímann og Skólamat um skólamálsverði Bæjarstjóri Garðabæjar undirritaði á þriðjudag samninga við fyrirtækin Matartíma og Skólamat um framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins næstu þrjú árin. Innlent 28. júlí 2022 16:38
Helvítis kokkurinn: Nauta ribeye með röst kartöflum Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Lífið 20. júlí 2022 14:21
„Ég er að reyna að geðjast þér“ Í nýjasta þætti Get ég eldað? tekur Helgi Jean á móti Camillu Rut. Þau fóru saman í Nettó og versluðu í kjúklinga- og blómkálsrétt sem kom í allskonar litum. Lífið samstarf 19. júlí 2022 10:48
Hætta neysludagsmerkingu á grænmeti og ávöxtum Breska verslunarkeðjan Marks og Spencer ætla sér að hætta að nota merkingar um síðasta neysludag á miklum fjölda grænmetis og ávaxta í verslunum. Viðskipti erlent 18. júlí 2022 13:03
Matarvagn Silla valinn besti götubitinn í þriðja sinn Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina. Innlent 17. júlí 2022 19:51
Bjóða upp á bjór í skiptum fyrir sólblómaolíu Bar í Munchen í Þýskalandi hefur upp á síðkastið boðið gestum að koma með sólblómaolíu og fá í staðinn bjór. Búið er að setja takmarkanir á kaup landsmanna á olíunni vegna innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 17. júlí 2022 18:26
Frönsk yfirvöld staðfesta tengsl ristilkrabbameins og nítrata í unnum kjötvörum Frönsk yfirvöld hafa staðfest skaðsemi nítrata í unnum kjötvörum og tengsl þeirra við ristilkrabbamein. Matvælaöryggisyfirvöld í Frakklandi (ANSES) hafa hvatt til þess að neysla nítrata verði takmörkuð en nítrötin lengja líftíma ýmissa matvæla. Erlent 13. júlí 2022 12:24
Helvítis kokkurinn: Grilluð lúða með leynisósu og rauðrófusalati Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Lífið 13. júlí 2022 07:01
Salmonella í karrý kryddi Matvælastofnun (MAST) hefur varað við neyslu á einni framleiðslulotu af Karríi Hot madras curry sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna gruns um salmonellusmit. Viðskipti innlent 12. júlí 2022 17:27
Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola „Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. Lífið 12. júlí 2022 16:46
Ólöglegt varnarefni í vanilluís frá Häagen-Dazs Matvælastofnun varar við neyslu á þremur framleiðslulotum af Häagen-Dazs vanilluís þar sem ólöglegt varnarefni hefur greinst í ísnum. Viðskipti innlent 11. júlí 2022 17:15
Þorskur úr plöntum á markað á næsta ári Frumkvöðlafyrirtækið Loki foods hyggst setja fiskflök sem hæfa plöntumiðuðu fæði á markað árið 2023. Fyrirtækið hefur hlotið 85 milljóna króna fjárfestingu frá hinum ýmsu fjárfestum. Viðskipti innlent 10. júlí 2022 22:03
Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum. Lífið 6. júlí 2022 09:10
Helvítis kokkurinn: Pulled pork samloka Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Lífið 6. júlí 2022 07:01