„Velkomin á hlaðborð tækifæranna“ Íris Hauksdóttir skrifar 16. október 2023 17:22 Samhjálp fagnar fimmtíu árum og heldur í tilefni þess einstaklega veglega veislu þann 19. október næstkomandi. Fátt er íslenskara og en kótilettur í raspi og fullyrða hörðustu aðdáendur að þar sé um sannkallaðan veislumat að ræða. Í tilefni þess að samtökin Samhjálp fagna fimmtíu ára afmæli sínu mun hið árlega Kótilettukvöld bera keim af tímamótunum. Veislan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica þar sem nýstárlegar og spennandi uppákomur munu setja svip á kvöldið. Steingerður Steinarsdóttir gegnir stöðu verkefna- og ritstjóri Samhjálpa. aðsend Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri Samhjálpa segir ánægjulegt að sjá hefðina um Kótilettukvöldið þenjast út með hverju árinu. „Í fyrra gafst gestum á Kótilettukvöldinu tækifæri til að bjóða í margvíslega eigulega muni og hagnýta þjónustu á Þöglu uppboði. Það tókst einstaklega vel og í ár verður enn meira og áhugaverðara úrval að finna á uppboðsborðinu í forsalnum. Fallegar hönnunarvörur, listaverk eftir Jóhannes Geir, Línu Rut, Ragnheiði Jónsdóttur og Sigrúnu Eldjárn. Postulínssafngripir frá frægum verksmiðjum, íslenskt skart meðal annars frá Vera Design og ótalmargir eigulegir munir.“ Fjölbreytt og falleg hönnun Í forsalnum verður Pop Up Boutique með vönduðum tískufatnaði og segist Steingerður sannfærð um að úrvalið muni gleðja alla fagurkera. „Þetta eru vandaðar ullarvörur, sjöl, slæður, fylgihlutir, fatnaður og fleira sem gleður augu og hjarta tískumeðvitaðra. Mikið fjör var á Kótilettukvöld Samhjálpar á síðasta ári.aðsend Hönnuðir á borð við STEiNUNNI, Freebird, Sif Benedicta og Andrea by Andrea verða í boði ásamt ótalmörgum öðrum fallegum flíkum. Auk þess ætla söng- og leikkonurnar Salka Sól og Katrín Halldóra að teygja sig inn í fataskápa sína og gefa fatnað sem nýst gæti öðrum á sviði eða utan sviðs. Hér er tækifæri til að skapa sinn eigin sérstæða stíl.“ Gómsætur matur og góð tónlist Að sögn Steingerðar er hápunktur kvöldsins þó málsverðurinn sjálfur. „Já fastagestir Kótilettukvöldsins bíða alltaf spenntastir eftir að fá kótilettur og meðlæti. Aftur leggja matreiðslumeistarar úr kokkalandsliðinu okkur lið og matreiða kótilettur af sinni einskæru snilld. Kokkalandsliðið leggur málefninu lið. aðsend Tónlistin hefur ávallt skipað stóran sess á Kótilettukvöldi og í ár kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og tekur góðkunn lög þar á meðal eru: Gréta Salóme, Páll Rósinkrans, Hrönn Svansdóttir og Óskar Einarsson. Veislustjóri verður Þóra Karítas Árnadóttir.“ Glæsilegir vinningar Miðinn á kótilettukvöldið gildir einnig sem happdrættismiði og verða ýmsir glæsilegir vinningar í boði, frábærar upplifanir, notalegar snyrtivörur og fleira sem gleður og gagnast. Guðni Th var heiðursgestur Kótilettukvöldsins á síðasta ári. aðsend Steingerður segir Kótilettukvöldið mikilvægan hlekk í fjáröflun fyrir Kaffistofu Samhjálpar. „Við erum svo heppin að hafa sterka bakhjarla í ár en það eru, Einhamar Seafood ehf., Marel Iceland ehf., Guðmundur Arason ehf. og Inter ehf. Allur ágóði af Kótilettukvöldinu rennur til víðtækrar starfsemi Samhjálpar þar sem uppbygging er á öllum stöðum. Ég mæli því með að sem flestir taki fimmtudagskvöldið 19. október frá og tryggi sér miða sem allra fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað. Miðasala fer fram á Tix.is og miðaverð er kr. 9900.“ Tímamót Matur Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira
Veislan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica þar sem nýstárlegar og spennandi uppákomur munu setja svip á kvöldið. Steingerður Steinarsdóttir gegnir stöðu verkefna- og ritstjóri Samhjálpa. aðsend Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri Samhjálpa segir ánægjulegt að sjá hefðina um Kótilettukvöldið þenjast út með hverju árinu. „Í fyrra gafst gestum á Kótilettukvöldinu tækifæri til að bjóða í margvíslega eigulega muni og hagnýta þjónustu á Þöglu uppboði. Það tókst einstaklega vel og í ár verður enn meira og áhugaverðara úrval að finna á uppboðsborðinu í forsalnum. Fallegar hönnunarvörur, listaverk eftir Jóhannes Geir, Línu Rut, Ragnheiði Jónsdóttur og Sigrúnu Eldjárn. Postulínssafngripir frá frægum verksmiðjum, íslenskt skart meðal annars frá Vera Design og ótalmargir eigulegir munir.“ Fjölbreytt og falleg hönnun Í forsalnum verður Pop Up Boutique með vönduðum tískufatnaði og segist Steingerður sannfærð um að úrvalið muni gleðja alla fagurkera. „Þetta eru vandaðar ullarvörur, sjöl, slæður, fylgihlutir, fatnaður og fleira sem gleður augu og hjarta tískumeðvitaðra. Mikið fjör var á Kótilettukvöld Samhjálpar á síðasta ári.aðsend Hönnuðir á borð við STEiNUNNI, Freebird, Sif Benedicta og Andrea by Andrea verða í boði ásamt ótalmörgum öðrum fallegum flíkum. Auk þess ætla söng- og leikkonurnar Salka Sól og Katrín Halldóra að teygja sig inn í fataskápa sína og gefa fatnað sem nýst gæti öðrum á sviði eða utan sviðs. Hér er tækifæri til að skapa sinn eigin sérstæða stíl.“ Gómsætur matur og góð tónlist Að sögn Steingerðar er hápunktur kvöldsins þó málsverðurinn sjálfur. „Já fastagestir Kótilettukvöldsins bíða alltaf spenntastir eftir að fá kótilettur og meðlæti. Aftur leggja matreiðslumeistarar úr kokkalandsliðinu okkur lið og matreiða kótilettur af sinni einskæru snilld. Kokkalandsliðið leggur málefninu lið. aðsend Tónlistin hefur ávallt skipað stóran sess á Kótilettukvöldi og í ár kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og tekur góðkunn lög þar á meðal eru: Gréta Salóme, Páll Rósinkrans, Hrönn Svansdóttir og Óskar Einarsson. Veislustjóri verður Þóra Karítas Árnadóttir.“ Glæsilegir vinningar Miðinn á kótilettukvöldið gildir einnig sem happdrættismiði og verða ýmsir glæsilegir vinningar í boði, frábærar upplifanir, notalegar snyrtivörur og fleira sem gleður og gagnast. Guðni Th var heiðursgestur Kótilettukvöldsins á síðasta ári. aðsend Steingerður segir Kótilettukvöldið mikilvægan hlekk í fjáröflun fyrir Kaffistofu Samhjálpar. „Við erum svo heppin að hafa sterka bakhjarla í ár en það eru, Einhamar Seafood ehf., Marel Iceland ehf., Guðmundur Arason ehf. og Inter ehf. Allur ágóði af Kótilettukvöldinu rennur til víðtækrar starfsemi Samhjálpar þar sem uppbygging er á öllum stöðum. Ég mæli því með að sem flestir taki fimmtudagskvöldið 19. október frá og tryggi sér miða sem allra fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað. Miðasala fer fram á Tix.is og miðaverð er kr. 9900.“
Tímamót Matur Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira