Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Ís­lenskir stjórn­endur svart­sýnni á árangur í loft­lags­málum en þeir er­lendu

Stjórnendur 26 prósent fyrirtækja á Íslandi telja að atvinnulífið taki loftslagsbreytingar nógu alvarlega og einungis 5 prósent telja að stjórnvöld á heimsvísu séu að gera nóg. Til samanburðar álíta um 30 prósent stjórnenda á Norðurlöndum og á heimsvísu að bæði fyrirtæki og stjórnvöld séu að taka á vandanum. Yfirmaður sjálfbærniráðgjafar hjá Deloitte segir niðurstöðurnar staðfesta að íslensk stjórnvöld þurfi að bjóða upp á frekari „hvata til jákvæðra aðgerða“ fyrir atvinnulífið.

Innherji
Fréttamynd

Sjálf­bært land en ó­sjálf­bær þjóð

Fréttir af takmörkuðum árangri sjálfbærniumbóta á alþjóðavísu líkt og á umhverfisþinginu, COP27, hafa verið áberandi undanfarin misseri. Þrátt fyrir fjölda áætlana í takt við breyttan heim, markmiðasetningu og stór loforð ríkir enn mikið aðgerðaleysi meðal stjórnvalda heims til að sporna við loftslagsvánni og þeim margvíslegu breytingum í umhverfinu sem fylgja hlýnun jarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísinda­mönnum á ó­vart

Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns.

Erlent
Fréttamynd

Ábyrgð, lausnir og von

Um þarsíðustu helgi var fjórði og síðasti landsfundur Ungra umhverfissinna (UU) haldinn í bili. Umræðuefnið að þessu sinni voru loftslagsmálin frá ýmsum sjónarhornum og fengu þeir ungu umhverfissinnar sem sóttu þingið fjölbreytta fræðslu um orsakir, afleiðingar og lausnir við loftslagsvánni sem rædd var til hlítar.

Skoðun
Fréttamynd

Forstjóri olíufyrirtækis næsti for­seti COP28

Forstjóri Olíufyrirtækis og forystumaður í stofnun Hringborðs Norðurslóða verður næsti forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28 sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok ársins.

Erlent
Fréttamynd

Ó­þolandi á­stand vegna loft­mengunar

Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB

Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kol­efnis­hlut­laus fram­tíð

Ímyndaðu þér heim þar sem kolefnishlutleysi hefur verið náð. Hvernig komumst við þangað? Næstu ár munu skipta sköpum ef við eigum að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus árið 2050 bæði hér á Íslandi sem og um allan heim. Til þess að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum þarf sterka og framsækna forystu úr röðum stjórnmála- og viðskiptalífs ásamt viðvarandi stuðningi og aðhaldi borgaralegs samfélags.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest

Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísbirnir drepast í massavís við Hudsonflóa

Ísbirnir við Hudsonflóa í Kanada eru að deyja í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt hjá birnum og húnum en fækkun ísbjarna á svæðinu hefur valdið miklum áhyggjum meðal vísindamanna.

Erlent
Fréttamynd

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.

Skoðun
Fréttamynd

Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga

Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Barði í borð og sagði Katrínu hafa sam­þykkt eitur­pillu í lofts­lags­málum

Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa samþykkt eiturpillu inn í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Álverin óttast áhrif kolefnisgjalds á innflutt ál

Íslenskir og evrópskir álframleiðendur óttast að nýtt gjald sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt ál geti skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði og gert fyrirtæki sem framleiða álvörur ósamkeppnishæf. Kerfið gæti dýpkað loftslagsvandann í stað þess að draga úr honum.

Viðskipti erlent