Þúsundir tonna af metangasi láku út í andrúmsloftið á sex mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 12:21 Lekinn átti sér stað úr borholu í Mangistau í Kasakstan. Getty Áætlað er að um 127 þúsund tonn af metangasi hafi sloppið út í andrúmsloftið eftir að eldur kviknaði í kjölfar sprengingar í borholu í Kasakstan. Eldurinn geisaði í sex mánuði og áhrif losunarinnar sögð jafngilda árslosun 717 þúsund bensínbifreiða. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eiga borholuna neita því að „umtalsvert magn“ metans hafi sloppið út. BBC segir um að ræða einn stærsta metanleka sögunnar og hefur eftir Manfredi Caltagirone, yfirmanni stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með metanlosun, að umfang og tímalengd lekans séu óvenjuleg. Lekinn er sagður hafa hafist 9. júní í fyrra þegar sprenging átti sér stað við borun tilraunaholu í Mangistau í suðvesturhluta Kasakstan. Eldur kviknaði við sprenginguna og ekki náðust tök á honum fyrr en undir lok desember. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt BBC að unnið sé að því að innsigla brunninn með steypu. Sumir gervinhnettir geta numið metan og það var rannsókanrfyrirtækið Kayrros sem varð fyrst vart við lekann. Greiningar fyrirtækisins hafa verið staðfestar af stofnunum í Hollandi og á Spáni. Metangas skilur eftir sig „fingrafar“ þegar sólarljós fellur á það, sem gervihnettirnir nema, og það gerðist alls 115 sinnum á tímabilinu júní til desember. Útfrá gögnum mátu vísindamenn að losunin hefði numið um 127 þúsund tonnum. Luis Guanter, við Polytechnic University of Valencia, segir að aðeins Nord Stream-lekinn sem uppgötvaðist árið 2022 hafi valdið meiri losun. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni má rekja um 30 prósent af hækkun lofthita frá tímum iðnbyltingarinnar til metanlosunar. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC. Loftslagsmál Kasakstan Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eiga borholuna neita því að „umtalsvert magn“ metans hafi sloppið út. BBC segir um að ræða einn stærsta metanleka sögunnar og hefur eftir Manfredi Caltagirone, yfirmanni stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með metanlosun, að umfang og tímalengd lekans séu óvenjuleg. Lekinn er sagður hafa hafist 9. júní í fyrra þegar sprenging átti sér stað við borun tilraunaholu í Mangistau í suðvesturhluta Kasakstan. Eldur kviknaði við sprenginguna og ekki náðust tök á honum fyrr en undir lok desember. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt BBC að unnið sé að því að innsigla brunninn með steypu. Sumir gervinhnettir geta numið metan og það var rannsókanrfyrirtækið Kayrros sem varð fyrst vart við lekann. Greiningar fyrirtækisins hafa verið staðfestar af stofnunum í Hollandi og á Spáni. Metangas skilur eftir sig „fingrafar“ þegar sólarljós fellur á það, sem gervihnettirnir nema, og það gerðist alls 115 sinnum á tímabilinu júní til desember. Útfrá gögnum mátu vísindamenn að losunin hefði numið um 127 þúsund tonnum. Luis Guanter, við Polytechnic University of Valencia, segir að aðeins Nord Stream-lekinn sem uppgötvaðist árið 2022 hafi valdið meiri losun. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni má rekja um 30 prósent af hækkun lofthita frá tímum iðnbyltingarinnar til metanlosunar. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC.
Loftslagsmál Kasakstan Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira