Viðbrögð sem gæta meðalhófs Micah Garen skrifar 18. janúar 2024 17:01 Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Micah Garen Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar