„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 19:35 Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar. Vísir Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“ Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“
Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira