Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2024 21:00 Sædrekinn Dragon 12 dreginn út á Vestmannasund við Straumey. Hann hóf að framleiða raforku inn á færeyska landskerfið þann 9. febrúar síðastliðinn. Minesto Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um sædreka en svo nefnist tæki sem undanfarin ár hefur verið í þróun hjá sænska nýsköpunarfyrirtækinu Minesto. Drekinn Dragon 12 var sjósettur í bænum Vestmanna í Færeyjum fyrr í mánuðinum og minnir á flugvél en er í raun sjávarfallatúrbína upp á 1,2 megavött. Eftir að búið var að koma honum fyrir á Vestmannasundi við Straumey byrjaði hann strax að framleiða raforku inn á færeyska raforkukerfið enda ber stærsta eyja Færeyja nafn með rentu. Tilraunir með minni gerð sædreka, Dragon 4, hófust í Færeyjum sumarið 2022.Minesto Tilraunir sænska fyrirtækisins við Straumey hófust fyrir einu og hálfu ári þegar minni gerð sædreka, Dragon 4, upp á 100 kílóvött, var reyndur í samstarfi við opinbert raforkufélag færeysku sveitarfélaganna, SEV. Sædrekinn virkar þannig að hann er festur við sjávarbotninn með langri taug en látinn fljóta í kafi vel undir skipaumferð, jafnvel á fimmtíu metra dýpi. Í sjónum virkar hann eins og flugdreki og snýr sér á móti straumnum eftir því sem sjávarföllin breytast. Orka sjávarstraumsins snýr spaðanum, rétt eins og vatnsrennsli hverfli vatnsaflsvirkjunar, og raforka verður til. En ólíkt vindmyllum er sædrekinn ekki sýnilegur á yfirborði því hann er hafður á kafi í sjónum. Sædrekinn er festur við hafsbotninn með taug og virkar eins og flugdreki undir yfirborði sjávar.Minesto Svo vel hefur sædrekinn reynst að sænska fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að byrjað sé að undirbúa sjávarfallaorkulundi á sjö stöðum í Færeyjum með fjárfestingu upp á 400 milljónir evra, sem jafngildir um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fáist tilskilin leyfi er gert ráð fyrir að samanlegt uppsett afl verði 200 megavött, en það samsvarar 40 prósentum af raforkuþörf Færeyinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Orkumál Sjávarútvegur Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um sædreka en svo nefnist tæki sem undanfarin ár hefur verið í þróun hjá sænska nýsköpunarfyrirtækinu Minesto. Drekinn Dragon 12 var sjósettur í bænum Vestmanna í Færeyjum fyrr í mánuðinum og minnir á flugvél en er í raun sjávarfallatúrbína upp á 1,2 megavött. Eftir að búið var að koma honum fyrir á Vestmannasundi við Straumey byrjaði hann strax að framleiða raforku inn á færeyska raforkukerfið enda ber stærsta eyja Færeyja nafn með rentu. Tilraunir með minni gerð sædreka, Dragon 4, hófust í Færeyjum sumarið 2022.Minesto Tilraunir sænska fyrirtækisins við Straumey hófust fyrir einu og hálfu ári þegar minni gerð sædreka, Dragon 4, upp á 100 kílóvött, var reyndur í samstarfi við opinbert raforkufélag færeysku sveitarfélaganna, SEV. Sædrekinn virkar þannig að hann er festur við sjávarbotninn með langri taug en látinn fljóta í kafi vel undir skipaumferð, jafnvel á fimmtíu metra dýpi. Í sjónum virkar hann eins og flugdreki og snýr sér á móti straumnum eftir því sem sjávarföllin breytast. Orka sjávarstraumsins snýr spaðanum, rétt eins og vatnsrennsli hverfli vatnsaflsvirkjunar, og raforka verður til. En ólíkt vindmyllum er sædrekinn ekki sýnilegur á yfirborði því hann er hafður á kafi í sjónum. Sædrekinn er festur við hafsbotninn með taug og virkar eins og flugdreki undir yfirborði sjávar.Minesto Svo vel hefur sædrekinn reynst að sænska fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að byrjað sé að undirbúa sjávarfallaorkulundi á sjö stöðum í Færeyjum með fjárfestingu upp á 400 milljónir evra, sem jafngildir um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fáist tilskilin leyfi er gert ráð fyrir að samanlegt uppsett afl verði 200 megavött, en það samsvarar 40 prósentum af raforkuþörf Færeyinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Orkumál Sjávarútvegur Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22
Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30
Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45
Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23