Kallar eftir auknum stuðningi ríkisins við sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, sem var í gær endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar með 60% greiddra atkvæða, segir ljóst að ríkið þurfi að verja sveitarfélögin núna á tímum kórónuveirunnar. Innlent 8. nóvember 2020 19:45
Álag á lögreglumenn aukist mikið í faraldrinum Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur Innlent 8. nóvember 2020 18:49
Segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Innlent 8. nóvember 2020 16:11
Leikur Englands og Íslands færður af Wembley? Fyrirhugaður leikur Englands og Íslands í Þjóðadeild Evrópu er sagður í uppnámi vegna ferðabanns sem bresk yfirvöld hafa sett vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti 8. nóvember 2020 13:03
Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. Innlent 8. nóvember 2020 12:58
Þróunin sú sama og undanfarna daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist fara varlega í að túlka sveiflur í daglegum smitum of mikið. Innlent 8. nóvember 2020 12:40
Telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir að harðar samkomutakmarkanir séu í gildi. Áhersla sé lögð á netverslun. Viðskipti innlent 8. nóvember 2020 12:16
Tveir leikmenn WBA með veiruna Kórónuveiran herjar líka á leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 8. nóvember 2020 11:58
Tveir létust af völdum Covid-19 Tveir létust af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Innlent 8. nóvember 2020 11:23
Þrettán greindust með veiruna innanlands Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Innlent 8. nóvember 2020 10:54
Um 900 starfsmenn Árborgar fá 8.500 króna gjafakort Hver og einn starfsmaður hjá Sveitarfélaginu Árborg mun á næstu dögum fá að gjöf gjafakort að upphæð 8.500 krónur. Um 900 starfsmenn er að ræða. Hvatt er til þess að inneignin á gjafakortinu verði notaðu á heimaslóðum. Innlent 8. nóvember 2020 09:55
Þegar skólastofan var færð heim í stofu Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Skoðun 8. nóvember 2020 09:00
Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. Erlent 8. nóvember 2020 02:07
Bein útsending: Sigurræða Bidens Joe Biden, sem lýstur var sigurvegari í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag, mun halda sigurræðu sína í Wilmington í Delaware. Viðburðurinn hefst klukkan eitt að íslenskum tíma og horfa má á hann í beinni útsendingu hér að neðan. Erlent 8. nóvember 2020 00:00
Ánægður með þróun mála en telur ótímabært að slaka á Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Innlent 7. nóvember 2020 12:09
Metfjöldi Covid-smita í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Erlent 7. nóvember 2020 11:39
Ferðalangar frá Danmörku í sóttkví í Bretlandi vegna minkasmita Ferðalangar sem koma til Bretlands frá Danmörku þurfa nú að sæta 14 daga sóttkví við komuna til Bretlands. Bresk yfirvöld tóku ákvörðun um þetta í kjölfar stökkbreytingar kórónuveirunnar á minkabúum í Danmörku. Erlent 7. nóvember 2020 11:06
Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. Innlent 7. nóvember 2020 10:57
Metdagur í Frakklandi Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Erlent 7. nóvember 2020 08:31
Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Erlent 7. nóvember 2020 07:52
Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. Innlent 6. nóvember 2020 20:36
Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. Innlent 6. nóvember 2020 20:25
„Óábyrgt að gera lítið úr sóttvarnaráðstöfunum vegna eiginhagsmuna“ Formaður Dýraverndarsambands Íslands segist vona að lærdómurinn sem við drögum úr tilfellum stökkbreyttrar kórónuveiru í minkum sem komið hafa upp í Danmörku verði að hætt veðri að halda minka í kjölfarið. Innlent 6. nóvember 2020 19:59
Krabbameinið tók sig upp aftur eftir að hún fékk ekki meðferð Krabbamein sem ung kona glímir við stökkbreyttist þar sem hún fékk ekki viðeigandi meðferð á Landspítalanum vegna ráðstafana sem þar var gripið til vegna kórónuveirunnar. Innlent 6. nóvember 2020 18:56
Aldrei fleiri innlagnir vegna Covid-19 á einum sólarhring Aldrei hafa jafn margir þurft að leggjast inn á spítala vegna covid-19 á einum sólarhring og í gær en þá voru átta covid-19 sjúklingar lagðir inn vegna veikinda sinna. Sjötíu og fimm eru nú inniliggjandi, þar af eru fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Innlent 6. nóvember 2020 17:13
Nítján greindust með veiruna innanlands í gær Nítján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 6. nóvember 2020 10:50
Alma og Þórólfur minnast lykilkonu í baráttunni við Covid Guðrún Sigmundsdóttir, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum og sýklafræði, lést lést þann 27. október eftir erfiða baráttu við krabbamein. Innlent 6. nóvember 2020 10:27
120 þúsund smit staðfest í Bandaríkjunum í gær Fjöldi þeirra sem greindist með kórónuveiruna í Bandaríkjunum í gær hefur aldrei verið meiri, en 120 þúsund smit voru staðfest. Erlent 6. nóvember 2020 07:49
Fatnaður í fjarvinnu: Kósý eða „casual“? Í fjarvinnunni hafa margir farið þá leið að vera betur til hafðir að „ofan“ en „neðan“ eða hreinlega vinna í joggingbuxum eða náttfötum alla daga. En hverju er mælt með? Atvinnulíf 6. nóvember 2020 07:00
Píanóleikari lék lagið Eternal Flame sultuslakur í miðjum óeirðum Það eru ekki allir á eitt sáttir með þau boð og bönn sem tekið hafa gildi í Evrópu til þess að stemma stigum við útbreiðslu Covid-19. Hér má sjá magnað myndband sem náðist af píanóleikara sem kippti sér ekki upp við sprengingar og sírenuvæl og lék af fingrum fram hugljúfa tónlist. Lífið 5. nóvember 2020 22:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent