Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 07:15 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. „Alræði sóttvarna“ hér hafi sýnt sig vera óskilvirkt og þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í séu ekki að skila þeim árangri sem stefnt sé að. Þá hafi athygli ráðamanna dreifst um víðan völl. Þetta kemur fram í aðsendri grein Brynjars sem birtist hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Alræði“. Í greininni segir Brynjar ríkisvaldið hafa stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Er þingmaðurinn að vísa í sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Nefnir Brynjar til dæmis að reistar hafi verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum og þá hafi atvinnulífið verið lamað að stórum hluta. „Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi (nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum,“ segir Brynjar í grein sinni. „Ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann“ Hann segir að það hvarfli ekki að sér að gera lítið úr kórónuveirunni sem geti jafnvel verið banvæn fyrir gamalt fólk og veikburða. Eftir því sem fram líður sé hann hins vegar sannfærðari en áður „að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma,“ segir Brynjar. Kveðst hann telja vænlegra til árangurs til lengri tíma að vernda þá sem séu í hættu, auk almennra tilmæla um að hver og einn passi sig, og að undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar. Sjónarmið hans þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun „Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun,“ segir Brynjar í lok greinar sinnar. Fimmtungur þjóðarinnar aldraðir og aðrir í áhættuhópum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir yfirvalda opinberlega. Þannig lýsti hann til dæmis verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun október og fullyrti um svipað leyti í viðtali við mbl.is að heilbrigðiskerfið réði við fleiri sjúklinga. Þá er Brynjar ekki eini stjórnarþingmaðurinn sem gagnrýnt hefur sóttvarnaaðgerðir undanfarið því samflokksmaður hans, Sigríður Á. Andersen, hefur einnig látið í sér heyra. Yfirlýst markmið stjórnvalda hér á landi í baráttunni við Covid-19 hefur verið að vernda eldra fólk og viðkvæma hópa sem og að koma í veg fyrir að álagið á heilbrigðiskerfið verði óviðráðanlegt. Bent hefur verið á það í samhengi við sjónarmið lík þeim sem Brynjar reifar í grein sinni að stór hluti íslensku þjóðarinnar sé í áhættuhópi gagnvart því að smitast af kórónuveirunni. Þannig bentu Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á það að í aðsendri grein í Fréttablaðinu um miðjan október að talið væri að líklega fimmtungur þjóðarinnar væru aldraðir og fólk í áhættuhópum Þá hefur einnig verið bent á að ungt fólk og fólk sem er ekki endilega í áhættuhópi geti veikst alvarlega af Covid-19 auk þess sem vísbendingar eru um að sjúkdómurinn geti valdið langtíma alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu fólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. „Alræði sóttvarna“ hér hafi sýnt sig vera óskilvirkt og þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í séu ekki að skila þeim árangri sem stefnt sé að. Þá hafi athygli ráðamanna dreifst um víðan völl. Þetta kemur fram í aðsendri grein Brynjars sem birtist hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Alræði“. Í greininni segir Brynjar ríkisvaldið hafa stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Er þingmaðurinn að vísa í sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Nefnir Brynjar til dæmis að reistar hafi verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum og þá hafi atvinnulífið verið lamað að stórum hluta. „Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi (nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum,“ segir Brynjar í grein sinni. „Ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann“ Hann segir að það hvarfli ekki að sér að gera lítið úr kórónuveirunni sem geti jafnvel verið banvæn fyrir gamalt fólk og veikburða. Eftir því sem fram líður sé hann hins vegar sannfærðari en áður „að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma,“ segir Brynjar. Kveðst hann telja vænlegra til árangurs til lengri tíma að vernda þá sem séu í hættu, auk almennra tilmæla um að hver og einn passi sig, og að undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar. Sjónarmið hans þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun „Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun,“ segir Brynjar í lok greinar sinnar. Fimmtungur þjóðarinnar aldraðir og aðrir í áhættuhópum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir yfirvalda opinberlega. Þannig lýsti hann til dæmis verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun október og fullyrti um svipað leyti í viðtali við mbl.is að heilbrigðiskerfið réði við fleiri sjúklinga. Þá er Brynjar ekki eini stjórnarþingmaðurinn sem gagnrýnt hefur sóttvarnaaðgerðir undanfarið því samflokksmaður hans, Sigríður Á. Andersen, hefur einnig látið í sér heyra. Yfirlýst markmið stjórnvalda hér á landi í baráttunni við Covid-19 hefur verið að vernda eldra fólk og viðkvæma hópa sem og að koma í veg fyrir að álagið á heilbrigðiskerfið verði óviðráðanlegt. Bent hefur verið á það í samhengi við sjónarmið lík þeim sem Brynjar reifar í grein sinni að stór hluti íslensku þjóðarinnar sé í áhættuhópi gagnvart því að smitast af kórónuveirunni. Þannig bentu Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á það að í aðsendri grein í Fréttablaðinu um miðjan október að talið væri að líklega fimmtungur þjóðarinnar væru aldraðir og fólk í áhættuhópum Þá hefur einnig verið bent á að ungt fólk og fólk sem er ekki endilega í áhættuhópi geti veikst alvarlega af Covid-19 auk þess sem vísbendingar eru um að sjúkdómurinn geti valdið langtíma alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu fólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira