Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 07:15 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. „Alræði sóttvarna“ hér hafi sýnt sig vera óskilvirkt og þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í séu ekki að skila þeim árangri sem stefnt sé að. Þá hafi athygli ráðamanna dreifst um víðan völl. Þetta kemur fram í aðsendri grein Brynjars sem birtist hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Alræði“. Í greininni segir Brynjar ríkisvaldið hafa stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Er þingmaðurinn að vísa í sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Nefnir Brynjar til dæmis að reistar hafi verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum og þá hafi atvinnulífið verið lamað að stórum hluta. „Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi (nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum,“ segir Brynjar í grein sinni. „Ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann“ Hann segir að það hvarfli ekki að sér að gera lítið úr kórónuveirunni sem geti jafnvel verið banvæn fyrir gamalt fólk og veikburða. Eftir því sem fram líður sé hann hins vegar sannfærðari en áður „að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma,“ segir Brynjar. Kveðst hann telja vænlegra til árangurs til lengri tíma að vernda þá sem séu í hættu, auk almennra tilmæla um að hver og einn passi sig, og að undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar. Sjónarmið hans þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun „Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun,“ segir Brynjar í lok greinar sinnar. Fimmtungur þjóðarinnar aldraðir og aðrir í áhættuhópum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir yfirvalda opinberlega. Þannig lýsti hann til dæmis verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun október og fullyrti um svipað leyti í viðtali við mbl.is að heilbrigðiskerfið réði við fleiri sjúklinga. Þá er Brynjar ekki eini stjórnarþingmaðurinn sem gagnrýnt hefur sóttvarnaaðgerðir undanfarið því samflokksmaður hans, Sigríður Á. Andersen, hefur einnig látið í sér heyra. Yfirlýst markmið stjórnvalda hér á landi í baráttunni við Covid-19 hefur verið að vernda eldra fólk og viðkvæma hópa sem og að koma í veg fyrir að álagið á heilbrigðiskerfið verði óviðráðanlegt. Bent hefur verið á það í samhengi við sjónarmið lík þeim sem Brynjar reifar í grein sinni að stór hluti íslensku þjóðarinnar sé í áhættuhópi gagnvart því að smitast af kórónuveirunni. Þannig bentu Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á það að í aðsendri grein í Fréttablaðinu um miðjan október að talið væri að líklega fimmtungur þjóðarinnar væru aldraðir og fólk í áhættuhópum Þá hefur einnig verið bent á að ungt fólk og fólk sem er ekki endilega í áhættuhópi geti veikst alvarlega af Covid-19 auk þess sem vísbendingar eru um að sjúkdómurinn geti valdið langtíma alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu fólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. „Alræði sóttvarna“ hér hafi sýnt sig vera óskilvirkt og þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í séu ekki að skila þeim árangri sem stefnt sé að. Þá hafi athygli ráðamanna dreifst um víðan völl. Þetta kemur fram í aðsendri grein Brynjars sem birtist hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Alræði“. Í greininni segir Brynjar ríkisvaldið hafa stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Er þingmaðurinn að vísa í sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Nefnir Brynjar til dæmis að reistar hafi verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum og þá hafi atvinnulífið verið lamað að stórum hluta. „Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi (nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum,“ segir Brynjar í grein sinni. „Ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann“ Hann segir að það hvarfli ekki að sér að gera lítið úr kórónuveirunni sem geti jafnvel verið banvæn fyrir gamalt fólk og veikburða. Eftir því sem fram líður sé hann hins vegar sannfærðari en áður „að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma,“ segir Brynjar. Kveðst hann telja vænlegra til árangurs til lengri tíma að vernda þá sem séu í hættu, auk almennra tilmæla um að hver og einn passi sig, og að undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar. Sjónarmið hans þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun „Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun,“ segir Brynjar í lok greinar sinnar. Fimmtungur þjóðarinnar aldraðir og aðrir í áhættuhópum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynjar gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir yfirvalda opinberlega. Þannig lýsti hann til dæmis verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun október og fullyrti um svipað leyti í viðtali við mbl.is að heilbrigðiskerfið réði við fleiri sjúklinga. Þá er Brynjar ekki eini stjórnarþingmaðurinn sem gagnrýnt hefur sóttvarnaaðgerðir undanfarið því samflokksmaður hans, Sigríður Á. Andersen, hefur einnig látið í sér heyra. Yfirlýst markmið stjórnvalda hér á landi í baráttunni við Covid-19 hefur verið að vernda eldra fólk og viðkvæma hópa sem og að koma í veg fyrir að álagið á heilbrigðiskerfið verði óviðráðanlegt. Bent hefur verið á það í samhengi við sjónarmið lík þeim sem Brynjar reifar í grein sinni að stór hluti íslensku þjóðarinnar sé í áhættuhópi gagnvart því að smitast af kórónuveirunni. Þannig bentu Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á það að í aðsendri grein í Fréttablaðinu um miðjan október að talið væri að líklega fimmtungur þjóðarinnar væru aldraðir og fólk í áhættuhópum Þá hefur einnig verið bent á að ungt fólk og fólk sem er ekki endilega í áhættuhópi geti veikst alvarlega af Covid-19 auk þess sem vísbendingar eru um að sjúkdómurinn geti valdið langtíma alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu fólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira