Katrín hafnar því að gengið sé of langt í sóttvörnum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. nóvember 2020 10:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga ekki hafa gengið of langt í aðgerðum sínum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að stjórnvöld séu að ganga of langt í sóttvarnaraðgerðum hér á landi. Hún segir að ef litið sé til annarra landa sé ljóst að Íslendingar gangi skemur í sóttvarnarráðstöfunum á mörgum sviðum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi sóttvarnaðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega og talaði meðal annars um það sem hann kallaði alræði sóttvarna, sem hefði sýnt sig að væri óskilvirkt. Katrín ræddi þessi mál meðfram öðru í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tökum bara sem dæmi hvernig hefur gengið núna í löndunum í kringum okkur þar sem við erum að sjá vöxt í faraldrinum ennþá. Stundum finnst mér umræðan vera þannig að við séum bara hér, ein í heiminum, að eiga við þennan faraldur. Og að við séum að ganga mjög langt í því að ná honum niður. Það er auðvitað ekki svo. Við erum bara að sjá það að við erum að einhverju leyti að beita sömu aðferðum og ríki sem við berum okkur saman við, og göngum meira að segja heldur skemur í sóttvarnaaðgerðum á mörgum sviðum en kannski lengra á öðrum,“ sagði forsætisráðherra. Einhugur á stjórnarheimilinu Katrín benti á að í aðgerðunum hafi Íslendingar náð að nýta sér smæð landsins. „Til að mynda hefur smitrakning gengið mjög vel á Íslandi.“ Hún ítrekaði einnig að á stjórnarheimilinu sé einhugur um aðgerðirnar. „Það er alltaf mikil umræða um stöðuna, og þó það nú væri. Þetta er auðvitað mikilvægasta verkefni sem við höfum tekist á við sem ríkisstjórn. En það hefur verið einhugur í ríkisstjórninni um niðurstöðuna hverju sinni þó að umræðan hafi verið mikil,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15 Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að stjórnvöld séu að ganga of langt í sóttvarnaraðgerðum hér á landi. Hún segir að ef litið sé til annarra landa sé ljóst að Íslendingar gangi skemur í sóttvarnarráðstöfunum á mörgum sviðum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi sóttvarnaðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega og talaði meðal annars um það sem hann kallaði alræði sóttvarna, sem hefði sýnt sig að væri óskilvirkt. Katrín ræddi þessi mál meðfram öðru í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tökum bara sem dæmi hvernig hefur gengið núna í löndunum í kringum okkur þar sem við erum að sjá vöxt í faraldrinum ennþá. Stundum finnst mér umræðan vera þannig að við séum bara hér, ein í heiminum, að eiga við þennan faraldur. Og að við séum að ganga mjög langt í því að ná honum niður. Það er auðvitað ekki svo. Við erum bara að sjá það að við erum að einhverju leyti að beita sömu aðferðum og ríki sem við berum okkur saman við, og göngum meira að segja heldur skemur í sóttvarnaaðgerðum á mörgum sviðum en kannski lengra á öðrum,“ sagði forsætisráðherra. Einhugur á stjórnarheimilinu Katrín benti á að í aðgerðunum hafi Íslendingar náð að nýta sér smæð landsins. „Til að mynda hefur smitrakning gengið mjög vel á Íslandi.“ Hún ítrekaði einnig að á stjórnarheimilinu sé einhugur um aðgerðirnar. „Það er alltaf mikil umræða um stöðuna, og þó það nú væri. Þetta er auðvitað mikilvægasta verkefni sem við höfum tekist á við sem ríkisstjórn. En það hefur verið einhugur í ríkisstjórninni um niðurstöðuna hverju sinni þó að umræðan hafi verið mikil,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15 Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15
Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08