Katrín hafnar því að gengið sé of langt í sóttvörnum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. nóvember 2020 10:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga ekki hafa gengið of langt í aðgerðum sínum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að stjórnvöld séu að ganga of langt í sóttvarnaraðgerðum hér á landi. Hún segir að ef litið sé til annarra landa sé ljóst að Íslendingar gangi skemur í sóttvarnarráðstöfunum á mörgum sviðum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi sóttvarnaðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega og talaði meðal annars um það sem hann kallaði alræði sóttvarna, sem hefði sýnt sig að væri óskilvirkt. Katrín ræddi þessi mál meðfram öðru í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tökum bara sem dæmi hvernig hefur gengið núna í löndunum í kringum okkur þar sem við erum að sjá vöxt í faraldrinum ennþá. Stundum finnst mér umræðan vera þannig að við séum bara hér, ein í heiminum, að eiga við þennan faraldur. Og að við séum að ganga mjög langt í því að ná honum niður. Það er auðvitað ekki svo. Við erum bara að sjá það að við erum að einhverju leyti að beita sömu aðferðum og ríki sem við berum okkur saman við, og göngum meira að segja heldur skemur í sóttvarnaaðgerðum á mörgum sviðum en kannski lengra á öðrum,“ sagði forsætisráðherra. Einhugur á stjórnarheimilinu Katrín benti á að í aðgerðunum hafi Íslendingar náð að nýta sér smæð landsins. „Til að mynda hefur smitrakning gengið mjög vel á Íslandi.“ Hún ítrekaði einnig að á stjórnarheimilinu sé einhugur um aðgerðirnar. „Það er alltaf mikil umræða um stöðuna, og þó það nú væri. Þetta er auðvitað mikilvægasta verkefni sem við höfum tekist á við sem ríkisstjórn. En það hefur verið einhugur í ríkisstjórninni um niðurstöðuna hverju sinni þó að umræðan hafi verið mikil,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15 Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að stjórnvöld séu að ganga of langt í sóttvarnaraðgerðum hér á landi. Hún segir að ef litið sé til annarra landa sé ljóst að Íslendingar gangi skemur í sóttvarnarráðstöfunum á mörgum sviðum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi sóttvarnaðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega og talaði meðal annars um það sem hann kallaði alræði sóttvarna, sem hefði sýnt sig að væri óskilvirkt. Katrín ræddi þessi mál meðfram öðru í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tökum bara sem dæmi hvernig hefur gengið núna í löndunum í kringum okkur þar sem við erum að sjá vöxt í faraldrinum ennþá. Stundum finnst mér umræðan vera þannig að við séum bara hér, ein í heiminum, að eiga við þennan faraldur. Og að við séum að ganga mjög langt í því að ná honum niður. Það er auðvitað ekki svo. Við erum bara að sjá það að við erum að einhverju leyti að beita sömu aðferðum og ríki sem við berum okkur saman við, og göngum meira að segja heldur skemur í sóttvarnaaðgerðum á mörgum sviðum en kannski lengra á öðrum,“ sagði forsætisráðherra. Einhugur á stjórnarheimilinu Katrín benti á að í aðgerðunum hafi Íslendingar náð að nýta sér smæð landsins. „Til að mynda hefur smitrakning gengið mjög vel á Íslandi.“ Hún ítrekaði einnig að á stjórnarheimilinu sé einhugur um aðgerðirnar. „Það er alltaf mikil umræða um stöðuna, og þó það nú væri. Þetta er auðvitað mikilvægasta verkefni sem við höfum tekist á við sem ríkisstjórn. En það hefur verið einhugur í ríkisstjórninni um niðurstöðuna hverju sinni þó að umræðan hafi verið mikil,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15 Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15
Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08