Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. Innlent 15. desember 2020 18:36
Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. Innlent 15. desember 2020 17:44
Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. Erlent 15. desember 2020 16:50
Þetta er ótrúlega erfitt andlega Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna í handbolta, gæti ekki verið ánægðari með að vera byrjuð að æfa á nýjan leik. Hún viðurkenndi að heimaæfingar hafi verið orðnar þreyttar og stundum hafi hún varla nennt að æfa. Handbolti 15. desember 2020 16:00
Óvissa varðandi hópamyndanir utandyra Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum. Innlent 15. desember 2020 15:41
Aflýsa öllum áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Innlent 15. desember 2020 14:36
Evrópunefndin fundar um leyfið viku fyrr en áætlað var Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember. Erlent 15. desember 2020 14:17
Varar við „spekúlasjónum“ um nýja afbrigðið í Bretlandi Sóttvarnalæknir telur að fara eigi varlega í vangaveltur um nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem skotið hefur upp kollinum í Bretlandi, áður en áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir. Fjölmargar og mismunandi stökkbreytingar af veirunni séu þekktar. Innlent 15. desember 2020 13:49
Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Erlent 15. desember 2020 13:45
Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 15. desember 2020 13:36
KSÍ styrkir félögin í landinu um 70 milljónir: ÍBV og Þróttur R. fá mest samanlagt Knattspyrnusamband Íslands gaf það út í dag að sambandið myndi styrkja aðildarfélög landsins um 70 milljónir króna. Var þetta samþykkt á stjórnarfundi KSÍ þann 10. desember síðastliðinn. Fótbolti 15. desember 2020 12:31
Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. Innlent 15. desember 2020 12:06
Svona fer skimun fram frá a-ö Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi leit Sindri Sindrason við á Suðurlandsbraut 34 þar sem allar sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu vegna Covid-19 fara fram. Lífið 15. desember 2020 11:29
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Innlent 15. desember 2020 10:50
Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. Viðskipti innlent 15. desember 2020 10:01
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Erlent 15. desember 2020 06:59
Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. Erlent 14. desember 2020 22:38
„Þetta er algjört met, algjört met" Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid. Innlent 14. desember 2020 20:00
Sundlaugagestir hlusti ekki eða „eru með derring“ Nokkur hópamyndun hefur verið í sundlaugum, þó svo að þær nýti aðeins 50 prósent hámarksgetu sinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mátti til dæmis sjá að mun fleiri voru í heitum pottum Vesturbæjarlaugar en mega vera. Innlent 14. desember 2020 18:52
Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. Innlent 14. desember 2020 17:38
Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. Innlent 14. desember 2020 15:22
Laun Katrínar Jakobsdóttur hækka um 73 þúsund krónur Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4 prósent um áramótin. Það þýðir hækkun um fjörutíu þúsund krónur á grunnþingafararkaup sem segir þó ekki nema hálfa söguna því um er að ræða prósentuhækkun sem leggst ofan á viðbætur sem þingmenn eru vegna formennsku í nefndum og þess háttar, sem er álag ofan á grunnþingfararkaupið. Innlent 14. desember 2020 15:07
Hjúkrunarfræðingur í New York fyrst til að verða bólusett í Bandaríkjunum Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Sandra Lindsay varð í dag fyrst til að verða bólasett gegn Covid-19 í Bandaríkjunum. Erlent 14. desember 2020 15:05
Ekki fleiri andlát í nóvembermánuði í Svíþjóð síðan í spænsku veikinni Alls létust 8.088 manns í Svíþjóð í nýliðnum nóvember og hafa ekki svo margir látist í nóvembermánuði síðan 1918 eða þegar spænska veikin herjaði á íbúa álfunnar. Erlent 14. desember 2020 13:44
„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14. desember 2020 13:12
Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. Erlent 14. desember 2020 12:40
Tækifærið til að uppfylla drauminn um hóflegu jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, skaut þeirri hugmynd að þeim sem hafa alltaf látið sig dreyma um að halda hógvær og lágstemmd jól en aldrei þorað, að nú væri tækifærið. Innlent 14. desember 2020 12:14
Skortur á vatni og hreinlæti í fjórðungi heilbrigðisstofnana Aðgengi að vatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu á heilbrigðisstofnunum er ábótavant í ákveðnum heimshlutum, sérstaklega í þróunarríkjum. Heimsmarkmiðin 14. desember 2020 12:09
„Ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda og almannavarna í baráttunni gegn Covid-19 hafi verið mjög skýr. Innlent 14. desember 2020 11:53
Bóluefni á fleygiferð um Bandaríkin Bólusetningar við kórónuveirunni hefjast í Bandaríkjunum í dag. Ekkert land hefur komið verr út úr faraldrinum. Erlent 14. desember 2020 11:44